Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. desember 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Evra skýtur á Carragher - „Skil ekki þetta hatur"
Cristiano Ronaldo og Patrice Evra eru góðir félagar
Cristiano Ronaldo og Patrice Evra eru góðir félagar
Mynd: EPA
Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United, var í settinu með Alan Shearer og Thierry Henry yfir leik liðsins gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann hrósaði þar fyrrum liðsfélaga sínu, Cristiano Ronaldo, og skaut svo á Jamie Carragher.

Carragher var með sterkar skoðanir á Ronaldo á dögunum og reifst við Roy Keane um stöðu hans hjá United. Carragher sagði að Ronaldo væri ekki sami leikmaður og hann var.

Umræðuefnið snérist helst að ástæðunni fyrir að Ronaldo hafi verið keyptur en Carragher vildi meina að United hafi keypt hann til að vinna úrvalsdeildina sem fyrst á meðan Keane hélt því fram að hann væri þarna til að vinna bikarkeppnirnar og að þetta hafi verið góð viðskiptaákvörðun.

Evra skilur ekkert í allri þessari umræðu um Ronaldo og sagði Carragher að tjá sig ekki um eitthvað sem hann hefur ekki hundsvit á.

„Það er mikið talað um þennan leikmann og ég skil ekki alveg af hverju. Einhver leikmaður eins og Jamie Carragher sem spilaði 775 leiki en í dag er Cristiano Ronaldo kominn með 801 mark. Það er þetta fólk sem talar um Cristiano," sagði Evra.

„Stundum ætti fólk bara að halda sig á mottunni og ég skil ekki allt þetta hatur. Stundum vaknar fólk á morgnana og vill bara tala um Cristiano Ronaldo," sagði Evra ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner