Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. desember 2021 21:19
Victor Pálsson
Leno ekki í hóp - Sagður meiddur
Mynd: Getty Images
Það vakti töluverða athygli í gær er Bernd Leno var ekki hluti af leikmannahóp Arsenal sem spilaði við Manchester United.

Leno hefur undanfarið verið verið á varamannabekk Arsenal eftir að hafa verið aðalmarkvörður liðsins í byrjun tímabils.

Aaron Ramsdale kom til Arsenal í sumarglugganum og hefur hann eignað sér markvarðarstöðuna hjá félaginu.

Leno var ekki í hópnum í gær í 3-2 tapi gegn Manchester United og samkvæmt Arsenal þá er hann að glíma við meiðsli.

Það eru ekki allir sem kaupa þessi meiðsli Leno sem er talinn mjög líklegur til að yfirgefa enska félagið í janúarglugganum og gæti verið að vinna í félagaskiptum.

Síðasti leikur Leno var þann 26. október síðastliðinn er liðið vann Leeds United 2-0 í enska deildabikarnum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner