
Japan vann E-riðilinn á HM eftir magnaðan sigur á Spáni sem hafnaði í 2. sæti.
Spánn var yfir í hálfleik en Japan jafnaði metin snemma í síðari hálfleik og var komið með forystu þrem mínútum síðar.
Ao Tanaka skoraði sigurmarkið eftir sendingu frá Kaoru Mitoma.
Þeir eru æskuvinir en þeir hófu fótboltaferilinn sinn saman hjá u12 ára liði Kawasaki Frontale þangað til árið 2021 þegar Mitoma fór til Union Saint-Gilloise á láni frá Brighton og Tanaka fór til Fortuna DUsseldorf.
Tanaka hefur spilað 17 landsleiki og skorað þrjú mörk en Mitoma hefur skorað fimm mörk í 12 leikjum.
Kaoru Mitoma and Ao Tanaka played together at Kawasaki Frontale’s U-12 side all the way until 2021, when Kaoru went to Union Saint-Gilloise on loan from Brighton and Ao went to Fortuna Düsseldorf.
— Zach Lowy (@ZachLowy) December 2, 2022
Yesterday, Mitoma set up Tanaka’s goal to send Japan through to the Round of 16. pic.twitter.com/gsloj1LMYN