Belgíska B-deildarfélagið Lommel vann þriðja leik sinn í deildinni í röð er liðið bar sigurorð af Virton, 1-0, í kvöld.
Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Lommel annan deildarleikinn í röð en hann hefur lagt upp í síðustu tveimur leikjum.
Hann var öflugur í leiknum áður en honum var skipt af velli á 70. mínútu leiksins.
Lommel var að fagna þriðja sigrinum í röð eftir nokkuð brösulega byrjun á tímabilinu.
Liðið er í 6. sæti B-deildarinnar með 24 stig, fimm stigum frá toppliði Beerschot.
Athugasemdir