Barcelona ætlar sér að selja hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong en hann er ekki í framtíðaráformum félagsins.
Hinn 21 árs gamli Marc Casado hefur tekið miklum framförum og staðið sig vel á miðjunni hjá Barcelona. Þá hefur Pedri spilað gríðarlega vel og Marc Bernal snýr aftur fyrir næsta tímabil, því telja Börsungar að þeir þurfi ekki á hinum 27 ára gamla De Jong að halda.
Hinn 21 árs gamli Marc Casado hefur tekið miklum framförum og staðið sig vel á miðjunni hjá Barcelona. Þá hefur Pedri spilað gríðarlega vel og Marc Bernal snýr aftur fyrir næsta tímabil, því telja Börsungar að þeir þurfi ekki á hinum 27 ára gamla De Jong að halda.
De Jong var sterklega orðaður við Manchester United á sínum tíma og í slúðurpakkanum á dögunum var hann orðaður við Liverpool.
De Jong hefur ekki staðist væntingar hjá Börsungum en samkvæmt Sport þá er hann fáanlegur fyrir 20 milljónir evra, sem er í raun algjört tombóluverð.
Núgildandi samningur De Jong rennur út sumarið 2026 en félagið vill ekki missa hann á frjálsri sölu.
Athugasemdir