Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 14:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍBV sækir serbneskan miðjumann (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
ÍBV tilkynnti í dag að serbneski miðjumaðurinn Milan Tomic væri genginn í raðir félagsins. Hann kemur frá Vrsac sem leikur í næstefstu deild Serbíu.

Milan er 24 ára og hefur leikið með nokkrum liðum í Serbíu og einnig með Brera í makedónsku úrvalsdeildinni. Hann var á sínum tíma unglingaliðum Rauðu stjörnunnar, stærsta félags Serbíu.

Hann er fjórði leikmaðurinn sem ÍBV fær í sínar raðir í vetur. Omar Sowe og Arnór Ingi Kristinsson sömdu í síðasta mánuði og fyrr í dag tilkynnti félagið um komu sænsks miðvarðar.

Úr tilkynningu ÍBV
Hann hefur mest leikið sem varnarsinnaður miðjumaður á leiktíðinni en getur einnig leyst aðrar stöður í vörn og á miðjunni.

Knattspyrnuráð býður Milan velkominn til félagsins og bindur vonir við að koma hans muni styrkja liðið fyrir baráttuna í Bestu deildinni á komandi ári.

Athugasemdir
banner
banner