Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   þri 03. desember 2024 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Jason Daði með bestu mönnum Grimsby - Aron Einar spilaði í tapi gegn Al Hilal
Jason Daði átti flottan leik með Grimsby
Jason Daði átti flottan leik með Grimsby
Mynd: Grimsby
Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson spilaði í 3-0 tapi Al Gharafa gegn Al Hilal í Meistaradeild Asíu í kvöld.

Aron Einar var í byrjunarliði Al Gharafa sem hafði aðeins unnið einn leik í keppninni fyrir leikinn í kvöld.

Sádi-arabísku meistararnir í Al Hilal voru með algera yfirburði í leiknum og unnu nokkuð auðveldan sigur. Marcos Leonardo, Aleksandar Mitrovic og Sergej Milinkovic-Savic skoruðu mörk heimamanna sem eru með 16 stig í efsta sæti deildarinnar en Al Gharafa í 10. sæti með 4 stig.

Aron Einar fór af velli á 55. mínútu en hann var að spila fjórða leik sinn fyrir félagið í keppninni.

Jason Daði Svanþórsson byrjaði hjá Grimsby Town sem vann 5-2 sigur á Accrington Stanley í ensku D-deildinni. Mosfellingurinn átti frábæran leik á vængnum.

Hann tók góð hlaup og var að fara illa með varnarmenn Accrington í leiknum. Þegar rúmur hálftími var liðinn fiskaði hann vítaspyrnu fyrir sitt lið og var það Jordan Davies sem tók spyrnuna og kom Grimsby í 4-0.

Jason var óheppinn að skora ekki í leiknum. Sending kom fyrir markið þar sem Jason var klár í að pota boltanum í netið en Sonny Aljofree, leikmaður Accrington, fór fyrir boltann og setti hann í eigið net.

Annars flottur leikur hjá fyrrum Blikanum sem fer með Grimsby upp í 7. sæti með 28 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner