Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Með „sérstaka hæfileika" og gæti spilað fyrsta leikinn á morgun
Leny Yoro.
Leny Yoro.
Mynd: Getty Images
Leny Yoro, miðvörðurinn ungi, gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Manchester United annað kvöld.

Yoro var keyptur til Man Utd frá Lille í Frakklandi síðastliðið sumar fyrir 52 milljónir punda en hann hefur ekki getað spilað vegna meiðsla.

„Hann er með sérstaka hæfileika," segir Rúben Amorim, nýr stjóri Man Utd, um Yoro.

„Ég er mjög spenntur en við verðum að fara varlega með hann til að byrja með."

Yoro er aðeins 18 ára gamall en hann þykir einn efnilegasti varnarmaður Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner