Tyrkneski miðvörðurinn Merih Demiral er eftirsóttur á upphafsdögum janúargluggans og eru Ítalíumeistarar Juventus búnir að hafna minnst tveimur tilboðum í leikmanninn.
Fyrsta boðið sem Juve hafnaði hljóðaði upp á rúmlega 30 milljónir evra og kom frá Leicester City. Skömmu síðar hafnaði félagið einnig 40 milljón evru boði frá Borussia Dortmund.
Demiral er 21 árs og kom gríðarlega sterkur inn í ítalska boltann þegar hann gekk í raðir Sassuolo fyrir ári síðan.
Juve keypti hann fyrir 18 milljónir evra síðasta sumar og spilaði hann aðeins einn leik í haust. Hann komst þó í byrjunarliðið um miðjan desember og hefur haldið Matthijs de Ligt á bekknum undanfarnar vikur.
Demiral á 11 leiki að baki fyrir A-landslið Tyrklands.
Athugasemdir