Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 04. janúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Afturelding 
Logi Már semur við Aftureldingu
Mynd: Afturelding
Logi Már Magnússon er búinn að skrifa undir sinn fyrsta meistaraflokks samning og mun leika fyrir Aftureldingu næstu tvö árin.

Logi Már er 19 ára gamall og var á dögunum formlega tekinn inn í leikmannahóp meistaraflokksins eftir að hafa spilað með 2. flokki liðsins síðasta sumar. Hann lék þó ekki aðeins fyrir 2. flokk heldur fékk að spila 13 leiki með Hvíta riddaranum sem komst í úrslitakeppni 4. deildar en tapaði þar.

Það verður áhugavert að sjá hvernig Loga tekst að fóta sig á sínu fyrsta tímabili í Inkasso-deildinni. Hann leikur sem miðjumaður en getur leyst hinar ýmsu stöður af hólmi, enda afar fjölhæfur.

„Er það sérstakt fagnaðaefni að sjá uppalinn leikmann taka skref upp í meistaraflokk félagsins," segir á vefsíðu Aftureldingar.
Athugasemdir
banner
banner