Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 04. janúar 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri Sam: Nýju reglurnar eru vandamál
Brexit gerir lífið erfiðara
Sam Allardyce, stjóri West Brom.
Sam Allardyce, stjóri West Brom.
Mynd: Getty Images
West Brom er búið að eiga í vandræðum á tímabilinu.
West Brom er búið að eiga í vandræðum á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Brom í ensku úrvalsdeildinni, segir að Brexit (útganga Breta úr Evrópusambandinu) hafi gert sér lífið leitt á leikmannamarkaðnum.

Stóri Sam, eins og hann er kallaður, er að reyna að kaupa leikmenn til að koma West Brom upp úr fallsæti í deildinni.

Janúarglugginn er nýopnaður og Allardyce segist vera búinn að finna nokkra leikmenn en hann geti ekki fengið þá til félagsins út nýjum reglum sem tengjast Brexit.

Bretar gengu formlega úr Evrópusambandinu fyrir fullt og allt þann 31. desember síðastliðinn. Það fylgja Brexit margar reglur fyrir fótboltann á Englandi. Félög mega til dæmis ekki kaupa erlenda leikmenn fyrr en þeir hafa náð 18 ára aldri.

Þá þurfa leikmenn sem eru að koma frá félögum í löndum innan Evrópusambandsins að sækja um atvinnuleyfi á Bretlandi. Það verður sérstakt kerfi sem sér til þess að ákveða um hvort leikmenn fái atvinnuleyfi eða ekki, en það fer meðal annars eftir því hversu marga landsleiki umræddur leikmaður hefur leikið, hversu sterkt félagið sem er að selja leikmanninn er og hversu sterk deildin sem leikmaðurinn kemur úr er.



„Nýju reglurnar eru vandamál. Ég er nú þegar búinn að finna þrjá leikmenn sem voru til í að koma hingað en mega það ekki. Það er synd," segir Allardyce.

„Þetta gerir lífið erfiðara," segir Allardyce og segir hann þetta erfiðasta félagaskiptaglugga sem hann hefur upplifað; bæði út af nýju reglunum og kórónuveirufaraldrinum.

West Brom er í næst neðsta sæti ensku deildarinnar með aðeins átta stig eftir 17 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner