Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. janúar 2023 14:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Er hann ekki topp fimm í deildinni? Ég myndi halda það"
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Norski miðjumaðurinn Martin Ödegaard hefur á þessari leiktíð verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Það er óhætt að fullyrða það.

Ödegaard hefur verið frábær í liði Arsenal sem situr á toppi deildarinnar þegar mótið er rétt tæplega hálfnað.

Gunnar Birgisson, stuðningsmaður Arsenal, var í viðtalinu í hlaðvarpinu Enski boltinn fyrr í þessari viku þar sem hann ræddi um Ödegaard. Gunnar er með sterkar teningar við Noreg og heldur því gríðarlega mikið upp á fyrirliðann.

„Ég er í skemmtilegum Arsenal spjallhópi þar sem eru margir veikir og skemmtilegir einstaklingar. Á gamlárskvöld þegar farið var að líða að maður færi að snæða og kveðja árið, þá varð maður hálf klökkur þegar Ödegaard skoraði og átti svo sendingu tímabilsins á Martinelli," sagði Gunnar.

„Ég er að reyna að fara ekki fram úr mér en er hann ekki topp fimm í deildinni? Ég myndi halda það."

„Ég hef varla sofið heilan nætursvefn frá því ég mætti með það í annað mjög virt hlaðvarp að hann væri einn af topp tíu leikmönnum deildarinnar. Það er ár síðan og maður hefur þurft að líða fyrir það. Loksins er maður að fá uppskeru erfiðsins. Þetta er gaman, það er auðvelt að halda með honum og það er mjög gaman að vera með tvo Norðmenn svona framarlega í deildinni."

Tveir af bestu leikmenn ensku deildarinnar í augnablikinu koma frá Noregi, Ödegaard og Erling Braut Haaland.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan, sem og þáttinn í heild sinni.
Enski boltinn - Er þetta í alvöru að fara að gerast?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner