Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 04. janúar 2024 17:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stjarnan samþykkir risatilboð frá Elfsborg
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Eggert Aron Guðmundsson leikmaður Stjörnunnar er á leið til sænska liðsins Elfsborg en Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi hlaðvarpsins Dr. Football greinir frá því að Stjarnan hafi samþykkt tilboð frá sænska liðinu.


Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er um að ræða kaupverð sem sjaldan hefur sést í íslenskum fótbolta.

Kristian Nökkvi Hlynsson er sá dýrasti sem seldur hefur verið frá Íslandi. Hjörvar sagði frá því á sínum tíma í Dr. Football að Ajax hafi greitt Breiðabliki 800 þúsund evrur fyrir Kristian.

Ef allt gengur upp verður hann orðinn leikmaður Elfsborg í næstu viku.

Eggert Aron er 19 ára gamall og var einn besti leikmaður Bestu deildarinnar síðasta sumar en hann var valinn sá efnilegasti. Hann hefur verið mjög eftirsóttur en virðist nú vera búinn að finna sér nýtt lið.

Fótbolti.net heyrði í Helga Hrannari Jónssyni formanni meistaraflokksráðs Stjörnunnar varðandi málið.

„Ég get ekki staðfest neitt en það er ljóst að það er og hefur verið mikill áhugi á Eggerti og eðlilega miðað við hans frammistöðu," sagði Helgi Hrannarr við Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner