Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. febrúar 2023 21:12
Ívan Guðjón Baldursson
Svekkjandi töp hjá Jóni og Nökkva
Mynd: Getty Images
Mynd: Beerschot
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í keppnisleikjum víðsvegar um Evrópu í dag en engum þeirra tókst að komast á blað.


Í efstu deild belgíska boltans var Jón Dagur Þorsteinsson í tapliði OH Leuven sem heimsótti botnlið Seraing. Jón Dagur lék allan leikinn á vinstri kanti og voru hann og liðsfélagarnir óheppnir að tapa eftir mikla yfirburði í síðari hálfleik.

Þetta tap er skellur fyrir Leuven sem er þremur stigum frá Evrópusæti. 

Nökkvi Þeyr Þórisson lék þá fyrstu 84 mínúturnar í tapi Beerschot gegn Lierse í B-deildinni.

Þriðja tapið í fjórum leikjum hjá Nökkva og félögum en Nökkva hefur ekki tekist að skora síðan fyrir áramót þegar hann virtist vera að hitna. 

Beerschot er áfram í toppbaráttunni en þó búið að dragast nokkuð afturúr og situr fimm stigum eftir toppsætinu.

Seraing 2 - 1 OH Leuven

Lierse 1 - 0 Beerschot

Rúnar Már Sigurjónsson spilaði þá fyrstu 65 mínúturnar í stóru tapi gegn Rapid Bucharest í Rúmeníu á meðan Viðar Ari Jónsson var í liði Honved sem gerði jafntefli við Kisvarda í Ungverjalandi.

Guðmundur Þórarinsson var aftur í byrjunarliði OFI Crete sem gerði markalaust jafntefli í gríska boltanum og er þar með 20 stig eftir 21 umferð.

Að lokum hafði Al Arabi betur gegn Al Rayyan í katörsku deildinni eftir tvo tapleiki í röð. Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað í hjarta varnarinnar og ekki skipt út fyrr en þremur mörkum yfir.

Al Arabi er í öðru sæti með 25 stig, fjórum stigum eftir toppliði Al-Duhail.

Rapid Bucharest 4 - 1 FC Voluntari

Honved 1 - 1 Kisvarda

OFI Crete 0 - 0 Giannina

Bolton 1 - 0 Celtenham

Al Rayyan 0  - 3 Al Arabi


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner