Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   þri 04. febrúar 2025 00:24
Brynjar Ingi Erluson
Carlos Alcaraz til Everton (Staðfest)
Mynd: Everton
Argentínski miðjumaðurinn Carlos Alcaraz er kominn til Everton á láni frá Flamengo út tímabilið.

Alcaraz er 22 ára gamall leikmaður sem er að koma í ensku úrvalsdeildina í annað sinn á ferlinum.

Southampton keypti hann árið 2023 og spilaði hann fyrri hluta síðasta tímabils en var síðan lánaður til Juventus seinni hluta tímabilsins.

Síðasta sumar var hann seldur til brasilíska félagsins Flamengo fyrir metfé en hann er nú mættur aftur til Englands.

Everton tók að ganga frá öllum pappírum nú seint í kvöld en hann kemur á láni út tímabilið.

Enska félagið greinir þá frá kaupákvæði í lánssamningnum en upphæð hennar kemur ekki fram.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner