Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 04. febrúar 2025 18:03
Brynjar Ingi Erluson
Davies áfram hjá Bayern (Staðfest) - Fagnaði samningnum með nýju lagi
Mynd: Bayern München
Kanadíski vinstri bakvörðurinn Alphonso Davies framlengdi í dag samning sinn við Bayern München til ársins 2030. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bayern í dag.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Davies sem átti hálft ár eftir af samningi sínum.

Real Madrid var lengi vel talinn næsti áfangastaður hans og fullyrtu margir fjölmiðlar á Spáni að hann væri búinn að ná samkomulagi við spænska félagið.

Bayern gafst hins vegar aldrei upp á því að framlengja við hann og í dag fékkst það staðfest að hann verður áfram í Þýskalandi.

Davies, sem er 24 ára gamall, skrifaði undir samning til 2030.

Bakvörðurinn kom til Bayern frá Vancouver Whitecaps árið 2019 og verið einn af þeim bestu í sinni stöðu síðustu ár.

Hann fagnaði nýjum samningi með því að semja nýtt lag, München my throne, sem má heyra í myndbandinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner