Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   þri 04. febrúar 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ísfold Marý í Víking (Staðfest)
Mynd: Víkingur R.
Víkingur R. hefur styrkt sig fyrir komandi átök í Bestu deildinni en Ísfold Marý Sigtryggsdóttir er komin til félagsins frá Þór/KA.

Ísfold er fædd árið 2004 og uppalin í KA en hún kom inn í lið Þórs/KA árið 2019 og hefur síðan spilað 97 leiki með meistaraflokki liðsins.

Á síðasta tímabili spilaði hún 14 leiki í Bestu deildinni og skoraði 2 mörk.

Víkingur greinir frá því á heimasíðu sinni að Ísfold sé nú mætt til félagsins frá Þór/KA en hún skrifaði undir samning út 2026.

„Ísfold er ung en á sama tíma mjög reynslumikill leikmaður. Hún passar fullkomlega inn í verkefnið okkar hér í Víkinni og við erum í skýjunum að fá hana í hópinn. Velkomin í fjölskylduna og í Hamingjuna Ísfold!“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, um nýja leikmanninn.

Víkingur hafnaði í 3. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili með 36 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner