Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 14:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísland mætir líka Norður-Írlandi í sumar
Icelandair
Auglýsing fyrir Ísland - Norður-Írland árið 2007.
Auglýsing fyrir Ísland - Norður-Írland árið 2007.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að finna mótherja fyrir karlalandsliðið í júní en þá leikur liðið tvo vináttuleiki. Í síðasta mánuði var sagt frá því að Ísland myndi mæta Skotland og í dag greindi sambandið frá því að hinn vináttuleikurinn verði gegn Norður-Írlandi.

Fyrri leikurinn verður gegn Skotum og fer sá leikur fram á Hampden Park í Glasgow þann 6. júní. Seinni leikurinn verður svo í Belfast gegn Norður-Írum þann 10. júní.

Ísland og Norður-Írland hafa mæst sex sinnum, síðast í undankeppni EM árið 2007. Ísland vann þann leik 2-1 og hefur alls unnið fjóra leiki og tvisvar hafa Norður-Írar unnið.

Þessi landsleikjagluggi í sumar verður annað verkefni Arnars Gunnlaugssonar sem þjálfari liðsins en fyrsta verkefnið verður í næsta mánuði þegar Ísland mætir Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Eins og frægt er orðið fer heimaleikur Íslands fram í Murcia á Spáni en fyrri leikur liðanna fer fram í Pristina í Kósovó.
Athugasemdir
banner
banner
banner