Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   fim 30. janúar 2025 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Sölvi Snær á æfingunni í gær.
Sölvi Snær á æfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi og félagar á æfingunni í gær.
Sölvi og félagar á æfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er skemmtileg upplifun og gaman að koma hingað," sagði Sölvi Snær Ásgeirsson, 16 ára gamall leikmaður Grindavíkur sem hefur tekið þátt í varnaræfingum KSÍ í Miðgarði í Garðabæ í vikunni.

„Ég heyrði í pabba þegar mér var boðið að taka þátt og hann var spenntur fyrir þessu. Ég var spenntur að sjá hverjir væru valdir í hópinn og hverjir þjálfararnir væru líka. Það eru miklir viskubrunnar sem eru að þjálfa okkur hérna."

Hermann Hreiðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson sem allir spiluðu í ensku úrvalsdeildinni auk Atla Sveins Þórarinssonar eru þjálfurum KSÍ til aðstoðar á æfingunum og miðla af mikilli reynslu sinni þar. Sölvi þekkir vel til Brynjars Björns sem þjálfaði hann í Grindavík í fyrra og hefur fengið að kynnast Hermanni.

„Þetta er geggjað. Brynjar Björn var með mig í Grindavík og það er gott að hitta hann aftur. Svo er Hemmi Hreiðars og þessir gæjar, þetta eru algjörar goðsagnir. Hemmi er klikkaður, það er hægt að segja það en ég læri helling af honum, það besta sem er hægt að taka úr þessu er lærdómurinn."

En er hann að fá mikið meira úr þessu en með félagsliðinu, fær hann mikið meiri athygli á sinn leik? „Já, þetta eru varnarsinnaðar æfingar sem eru ekkert mikið í félagsliðum. Þetta er allt annað en að vera í Grindavík, við vinnum með varnarleik en hér er mikið meira farið í smáatriðin. Ég fer betri leikmaður út af þessum æfingum en ég kom inn."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan. Hann er þar spurður afhverju hann valdi að vera varnarmaður á tíma sem flestir ungir menn hugsa um að vera sóknarmenn?

„Ég hef nú gaman af sóknarleiknum sjálfur líka en vörnin vinnur titla eins og einhver sagði. Ég hrífst af því. Daníel Leó Grétarsson er mín helsta fyrirmynd hjá íslenska landsliðinu og úti eru margir en Maldini verður alltaf númer eitt."
Athugasemdir
banner
banner