Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 30. janúar 2025 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Sölvi Snær á æfingunni í gær.
Sölvi Snær á æfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi og félagar á æfingunni í gær.
Sölvi og félagar á æfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er skemmtileg upplifun og gaman að koma hingað," sagði Sölvi Snær Ásgeirsson, 16 ára gamall leikmaður Grindavíkur sem hefur tekið þátt í varnaræfingum KSÍ í Miðgarði í Garðabæ í vikunni.

„Ég heyrði í pabba þegar mér var boðið að taka þátt og hann var spenntur fyrir þessu. Ég var spenntur að sjá hverjir væru valdir í hópinn og hverjir þjálfararnir væru líka. Það eru miklir viskubrunnar sem eru að þjálfa okkur hérna."

Hermann Hreiðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson sem allir spiluðu í ensku úrvalsdeildinni auk Atla Sveins Þórarinssonar eru þjálfurum KSÍ til aðstoðar á æfingunum og miðla af mikilli reynslu sinni þar. Sölvi þekkir vel til Brynjars Björns sem þjálfaði hann í Grindavík í fyrra og hefur fengið að kynnast Hermanni.

„Þetta er geggjað. Brynjar Björn var með mig í Grindavík og það er gott að hitta hann aftur. Svo er Hemmi Hreiðars og þessir gæjar, þetta eru algjörar goðsagnir. Hemmi er klikkaður, það er hægt að segja það en ég læri helling af honum, það besta sem er hægt að taka úr þessu er lærdómurinn."

En er hann að fá mikið meira úr þessu en með félagsliðinu, fær hann mikið meiri athygli á sinn leik? „Já, þetta eru varnarsinnaðar æfingar sem eru ekkert mikið í félagsliðum. Þetta er allt annað en að vera í Grindavík, við vinnum með varnarleik en hér er mikið meira farið í smáatriðin. Ég fer betri leikmaður út af þessum æfingum en ég kom inn."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan. Hann er þar spurður afhverju hann valdi að vera varnarmaður á tíma sem flestir ungir menn hugsa um að vera sóknarmenn?

„Ég hef nú gaman af sóknarleiknum sjálfur líka en vörnin vinnur titla eins og einhver sagði. Ég hrífst af því. Daníel Leó Grétarsson er mín helsta fyrirmynd hjá íslenska landsliðinu og úti eru margir en Maldini verður alltaf númer eitt."
Athugasemdir
banner