Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 30. janúar 2025 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Sölvi Snær á æfingunni í gær.
Sölvi Snær á æfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi og félagar á æfingunni í gær.
Sölvi og félagar á æfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er skemmtileg upplifun og gaman að koma hingað," sagði Sölvi Snær Ásgeirsson, 16 ára gamall leikmaður Grindavíkur sem hefur tekið þátt í varnaræfingum KSÍ í Miðgarði í Garðabæ í vikunni.

„Ég heyrði í pabba þegar mér var boðið að taka þátt og hann var spenntur fyrir þessu. Ég var spenntur að sjá hverjir væru valdir í hópinn og hverjir þjálfararnir væru líka. Það eru miklir viskubrunnar sem eru að þjálfa okkur hérna."

Hermann Hreiðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson sem allir spiluðu í ensku úrvalsdeildinni auk Atla Sveins Þórarinssonar eru þjálfurum KSÍ til aðstoðar á æfingunum og miðla af mikilli reynslu sinni þar. Sölvi þekkir vel til Brynjars Björns sem þjálfaði hann í Grindavík í fyrra og hefur fengið að kynnast Hermanni.

„Þetta er geggjað. Brynjar Björn var með mig í Grindavík og það er gott að hitta hann aftur. Svo er Hemmi Hreiðars og þessir gæjar, þetta eru algjörar goðsagnir. Hemmi er klikkaður, það er hægt að segja það en ég læri helling af honum, það besta sem er hægt að taka úr þessu er lærdómurinn."

En er hann að fá mikið meira úr þessu en með félagsliðinu, fær hann mikið meiri athygli á sinn leik? „Já, þetta eru varnarsinnaðar æfingar sem eru ekkert mikið í félagsliðum. Þetta er allt annað en að vera í Grindavík, við vinnum með varnarleik en hér er mikið meira farið í smáatriðin. Ég fer betri leikmaður út af þessum æfingum en ég kom inn."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan. Hann er þar spurður afhverju hann valdi að vera varnarmaður á tíma sem flestir ungir menn hugsa um að vera sóknarmenn?

„Ég hef nú gaman af sóknarleiknum sjálfur líka en vörnin vinnur titla eins og einhver sagði. Ég hrífst af því. Daníel Leó Grétarsson er mín helsta fyrirmynd hjá íslenska landsliðinu og úti eru margir en Maldini verður alltaf númer eitt."
Athugasemdir
banner
banner
banner