Það er talið líklegt að Myles Lewis-Skelly, bakvörður Arsenal, fái kallið í enska A-landsliðið í fyrsta sinn í næsta mánuði.
Hinn 18 ára gamli Lewis-Skelly hefur leikið frábærlega fyrir Arsenal að undanförnu en hann skoraði eitt af mörkum liðsins í stórsigrinum á Manchester City á dögunum.
Hinn 18 ára gamli Lewis-Skelly hefur leikið frábærlega fyrir Arsenal að undanförnu en hann skoraði eitt af mörkum liðsins í stórsigrinum á Manchester City á dögunum.
Samkvæmt heimildum Daily Mail er líklegt að Lewis-Skelly verði í fyrsta landsliðshópi Thomas Tuchel núna í mars.
Enska landsliðið hefur verið í vandræðum í vinstri bakverðinum og það eykur líkurnar fyrir Lewis-Skelly.
Lewis-Skelly hefur ekki verið valinn í U21 landsliðið en kallið upp í A-landsliðið gæti komið á undan.
Athugasemdir