Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. mars 2021 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Alexis Sanchez sá um Parma
Mynd: Getty Images
Parma 1 - 2 Inter
0-1 Alexis Sanchez ('54 )
0-2 Alexis Sanchez ('62 )
1-2 Hernani ('71 )

Alexis Sanchez var hetja Inter þegar liðið fór með sigur af hólmi gegn Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í seinni hálfleiknum skoraði Sanchez. Hann var aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar þegar hann kom Inter í 2-0 eftir frábæran undirbúning frá Romelu Lukaku.

Sanchez, sem var rosalega slakur fyrir Manchester United, er núna búinn að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum Inter.

Hernani minnkaði muninn fyrir Parma á 71. mínútu en lengra komust heimamenn ekki og lokatölur 1-2 fyrir Inter sem er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar. Parma er í næst neðsta sæti og vann síðast leik í lok nóvember. Parma er sex stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner