„Ég er sannfærður um að við munum gera vel, þvert gegn því sem veðbankar segja," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, í mjög skemmtilegu viðtali við Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.
Þróttarar komust upp í Pepsi-deildina í fyrra en úrslitin á undirbúningstímabilinu hafa verið allt annað en góð. Gregg er þó bjartsýnn fyrir sumarið og bendir á að liðið hafi heldur ekki náð góðum úrslitum á undirbúningsmótunum fyrir ári síðan.
Þróttarar komust upp í Pepsi-deildina í fyrra en úrslitin á undirbúningstímabilinu hafa verið allt annað en góð. Gregg er þó bjartsýnn fyrir sumarið og bendir á að liðið hafi heldur ekki náð góðum úrslitum á undirbúningsmótunum fyrir ári síðan.
„Allt undirbúningstímabilið snýst um að vera klár í slaginn 1. maí. Það er eitthvað sem við erum að hugsa um. Auðvitað hefði verið betra að ná úrslitum en aðalmarkmiðið er að vinna leikinn 1. maí. Það er það sem við stefna á. Stærsti hluti hópsins hefur verið með mér núna í tvö ár og vita hvernig þetta ferli virkar, þegar þeir stíga út á völlinn 1. maí vita þeir sitt hlutverk algjörlega 100%."
Gregg hefur gríðarlegan metnað og trúir því að hann geti náð langt með liðið.
„Ég vil ná eins langt með Þrótt og hægt er. Þetta mun líklega hljóma fáránlega í þínum eyrum og flestra hlustenda: En ég held að á komandi árum getum við bætt okkur og komist í topp fjóra í efstu deild. Það er mitt markmið, ég vil koma Þrótti í Evrópukeppni. Ég tel að möguleikarnir séu til staðar," segir Gregg.
„Ég ber gríðarlega sterkar tilfinningar til félagsins og þrái að því gangi vel. Ég er búinn að tengjast stuðningsmönnum sterkum böndum og ég vil gera vel fyrir þá. Það er mjög mikilvægt fyrir mig. Ég tek sem dæmi nýjan liðsstjóra hjá okkur, Jóa. Hann er eldheitur stuðningsmaður og er með merki Þróttar húðflúrað á sig. Hann myndi gera allt fyrir félagið og í hverjum leik vil ég vinna fyrir fólk eins og hann rétt eins og fyrir mig. Ég er frá Newcastle og skil ástríðuna, fótbolti er eins og trúarbrögð.."
Viðtalið skemmtilega má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar segist Gregg Ryder meðal annars stefna að því að snúa aftur heim til Englands í framtíðinni og þjálfa þar.
Athugasemdir