
Það er óvíst hvort að Glódís Perla Viggósdóttir geti spilað með íslenska landsliðinu gegn Sviss á Evrópumótinu annað kvöld. Um afar mikilvægan leik er að ræða.
Glódís hefur verið að glíma við veikindi frá leiknum gegn Finnlandi þar sem hún þurfti að fara af velli í hálfleik.
Glódís hefur verið að glíma við veikindi frá leiknum gegn Finnlandi þar sem hún þurfti að fara af velli í hálfleik.
Ingibjörg Sigurðardóttir, sem spilar yfirleitt við hlið Glódísar í hjarta varnarinnar, segir að það hafi verið erfitt að horfa upp á liðsfélaga sinn glíma við veikindi í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu. Glódís hafi ekki verið hún sjálf í leiknum.
„Það var alls ekki skemmtilegt sko," sagði Ingibjörg á fréttamannafundi í dag.
„Það er ekki oft sem maður sér Glódísi í þessu ástandi. Ég held ég hafi aldrei spilað með henni þegar hún er akkúrat svona, maður heyrði ekki neitt og ég sá hversu illa henni leið. Það var mjög erfitt. Ég vorkenndi henni ekkert smá mikið á vellinum."
„Hún er algjör hetja að hafa náð 45 mínútum. Ég skil ekki hvernig hún fór að þessu. Það var mjög erfitt að sjá þetta."
Það er vonandi að Glódís verði alveg búin að jafna sig á morgun.
Athugasemdir