Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
   lau 05. júlí 2025 20:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög gaman. Maður er búinn að bíða eftir því að komast á völlinn, búinn að bíða eftir gúmmíinu og það kom á fimmtudaginn og við hentum okkur á æfingu. Flotið á boltanum er nátturulega svolítið skrítið í byrjun en svo vennst það," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli gegn Víkingum í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins á nýju gervigrasi á Hásteinsvelli.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 Víkingur R.

Láki var mjög ánæðgur með varnarleik Eyjaliðsins.

„Ef þú ætlar að eiga séns í Víking þá verður þú að verjast vel og við gerðum það. Við höfum líka verið að fá ódýr mörk á okkur og þetta snerist ekki bara um andstæðingana í dag. Við fáum líka góð færi, Víkingur hefði líka getað klárað leikinn í lokin," sagði Láki.

ÍBV hefur verið í vandræðum undanfarið en liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í dag.

„Við stoppuðum blæðinguna. Við erum að bíða eftir leikmönnum að koma til baka," sagði Láki en hann sagði að Oliver Heiðarsson er byrjaður að æfa með liðinu eftir meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner