„Þetta var mjög gaman. Maður er búinn að bíða eftir því að komast á völlinn, búinn að bíða eftir gúmmíinu og það kom á fimmtudaginn og við hentum okkur á æfingu. Flotið á boltanum er nátturulega svolítið skrítið í byrjun en svo vennst það," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli gegn Víkingum í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins á nýju gervigrasi á Hásteinsvelli.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 0 Víkingur R.
Láki var mjög ánæðgur með varnarleik Eyjaliðsins.
„Ef þú ætlar að eiga séns í Víking þá verður þú að verjast vel og við gerðum það. Við höfum líka verið að fá ódýr mörk á okkur og þetta snerist ekki bara um andstæðingana í dag. Við fáum líka góð færi, Víkingur hefði líka getað klárað leikinn í lokin," sagði Láki.
ÍBV hefur verið í vandræðum undanfarið en liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í dag.
„Við stoppuðum blæðinguna. Við erum að bíða eftir leikmönnum að koma til baka," sagði Láki en hann sagði að Oliver Heiðarsson er byrjaður að æfa með liðinu eftir meiðsli.
Athugasemdir