Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
   lau 05. júlí 2025 18:35
Alexander Tonini
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við hefðum getað skorað fullt af mörkum í fyrri hálfleik og nánast klárað leikinn. Við förum illa með færi og ég fer illa með færi. Við byrjuðum seinni hálfleik ágætlega, Vuk hefði getað skorað, kannski víti, kannski ekki", sagði Freyr Sigurðsson eftir leik um muninn á hálfleikunum tveimur í leik ÍA og Fram.

Það má með sanni segja að þetta hafi verið leikur tveggja hálfleikja – þar sem Framarar voru mun sterkari í fyrri hálfleik, en Skagamenn tóku völdin í þeim síðari.

„Þeir voru óheppnir að skora ekki. Viktor í markinu var frábær og vörnin var líka geðveik og bara góð þrjú stig"

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Fram

Freyr Sigurðsson er svo sannarlega leikmaður sem fótboltaunnendur ættu að leggja á minnið. Úthald hans er með ólíkindum – hvernig hann hleypur linnulaust allan leikinn, þar með talið uppbótartímann, er virkilega aðdáunarvert að sjá

„Þetta var varla orka, ég var alveg búinn á því. Ég reyni alltaf að gera mitt besta og held áfram, það er það sem skiptir máli"

Í fjölmiðlaboxinu sat Framari mér á vinstri hönd og sagði mér að Freysi er gjarnan kallaður hinn Hornfirski Messi

„Já stundum, kallaður stundum Messi. Ég hef heyrt þetta áður"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner