„Við hefðum getað skorað fullt af mörkum í fyrri hálfleik og nánast klárað leikinn. Við förum illa með færi og ég fer illa með færi. Við byrjuðum seinni hálfleik ágætlega, Vuk hefði getað skorað, kannski víti, kannski ekki", sagði Freyr Sigurðsson eftir leik um muninn á hálfleikunum tveimur í leik ÍA og Fram.
Það má með sanni segja að þetta hafi verið leikur tveggja hálfleikja – þar sem Framarar voru mun sterkari í fyrri hálfleik, en Skagamenn tóku völdin í þeim síðari.
„Þeir voru óheppnir að skora ekki. Viktor í markinu var frábær og vörnin var líka geðveik og bara góð þrjú stig"
Það má með sanni segja að þetta hafi verið leikur tveggja hálfleikja – þar sem Framarar voru mun sterkari í fyrri hálfleik, en Skagamenn tóku völdin í þeim síðari.
„Þeir voru óheppnir að skora ekki. Viktor í markinu var frábær og vörnin var líka geðveik og bara góð þrjú stig"
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 1 Fram
Freyr Sigurðsson er svo sannarlega leikmaður sem fótboltaunnendur ættu að leggja á minnið. Úthald hans er með ólíkindum – hvernig hann hleypur linnulaust allan leikinn, þar með talið uppbótartímann, er virkilega aðdáunarvert að sjá
„Þetta var varla orka, ég var alveg búinn á því. Ég reyni alltaf að gera mitt besta og held áfram, það er það sem skiptir máli"
Í fjölmiðlaboxinu sat Framari mér á vinstri hönd og sagði mér að Freysi er gjarnan kallaður hinn Hornfirski Messi
„Já stundum, kallaður stundum Messi. Ég hef heyrt þetta áður"
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir