Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   lau 05. júlí 2025 18:35
Alexander Tonini
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við hefðum getað skorað fullt af mörkum í fyrri hálfleik og nánast klárað leikinn. Við förum illa með færi og ég fer illa með færi. Við byrjuðum seinni hálfleik ágætlega, Vuk hefði getað skorað, kannski víti, kannski ekki", sagði Freyr Sigurðsson eftir leik um muninn á hálfleikunum tveimur í leik ÍA og Fram.

Það má með sanni segja að þetta hafi verið leikur tveggja hálfleikja – þar sem Framarar voru mun sterkari í fyrri hálfleik, en Skagamenn tóku völdin í þeim síðari.

„Þeir voru óheppnir að skora ekki. Viktor í markinu var frábær og vörnin var líka geðveik og bara góð þrjú stig"

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Fram

Freyr Sigurðsson er svo sannarlega leikmaður sem fótboltaunnendur ættu að leggja á minnið. Úthald hans er með ólíkindum – hvernig hann hleypur linnulaust allan leikinn, þar með talið uppbótartímann, er virkilega aðdáunarvert að sjá

„Þetta var varla orka, ég var alveg búinn á því. Ég reyni alltaf að gera mitt besta og held áfram, það er það sem skiptir máli"

Í fjölmiðlaboxinu sat Framari mér á vinstri hönd og sagði mér að Freysi er gjarnan kallaður hinn Hornfirski Messi

„Já stundum, kallaður stundum Messi. Ég hef heyrt þetta áður"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir