Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   lau 05. júlí 2025 18:35
Alexander Tonini
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við hefðum getað skorað fullt af mörkum í fyrri hálfleik og nánast klárað leikinn. Við förum illa með færi og ég fer illa með færi. Við byrjuðum seinni hálfleik ágætlega, Vuk hefði getað skorað, kannski víti, kannski ekki", sagði Freyr Sigurðsson eftir leik um muninn á hálfleikunum tveimur í leik ÍA og Fram.

Það má með sanni segja að þetta hafi verið leikur tveggja hálfleikja – þar sem Framarar voru mun sterkari í fyrri hálfleik, en Skagamenn tóku völdin í þeim síðari.

„Þeir voru óheppnir að skora ekki. Viktor í markinu var frábær og vörnin var líka geðveik og bara góð þrjú stig"

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Fram

Freyr Sigurðsson er svo sannarlega leikmaður sem fótboltaunnendur ættu að leggja á minnið. Úthald hans er með ólíkindum – hvernig hann hleypur linnulaust allan leikinn, þar með talið uppbótartímann, er virkilega aðdáunarvert að sjá

„Þetta var varla orka, ég var alveg búinn á því. Ég reyni alltaf að gera mitt besta og held áfram, það er það sem skiptir máli"

Í fjölmiðlaboxinu sat Framari mér á vinstri hönd og sagði mér að Freysi er gjarnan kallaður hinn Hornfirski Messi

„Já stundum, kallaður stundum Messi. Ég hef heyrt þetta áður"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner