Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   lau 05. júlí 2025 19:38
Alexander Tonini
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum góðir í dag, frábærir í fyrri hálfleik. Við hefðum bara átt að vera búnir að klára leikinn í fyrri, setja jafnvel þrjú fjögur mörk. Í seinni verður þetta erfitt, þeir byrja að banka og setja hann upp á Viktor og þá er þetta erfitt.
En við eru góðir í því, góðir í að halda markinu okkar hreinu. Ég held að þetta sé fjórði leikurinn í röð sem við erum ekki að fá mark á okkur"
, sagði Haraldur Einar Ásgrímsson um upplifun sína að leikslokum

Það sást greinilega að Halli mætti ferskur á Skagann. Hann var sívirkur allan leikinn, bæði í vörn og sókn, og virtist alls staðar á vellinum. Það var greinilegt að hann hafði nýtt leikbannið í síðustu umferð til að hlaða batteríin og mætti vel úthvíldur til leiks.

„Mér leið vel í dag. Búinn að fá ágæta hvíld og vitandi af Írskum dögum hérna þá var extra gaman"


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Fram

Haraldur Einar átti stóran þátt í eina marki leiksins, þegar hornspyrna hans rataði beint á kollinn á Kennie, sem flickaði boltanum áfram til Vuk. Sá síðarnefndi var á réttum stað og skoraði af stuttu færi. Þetta reyndist eina mark leiksins. Haraldur var einnig mjög seigur á vinstri kantinum, þar sem hann átti ótal fyrirgjafir, sérstaklega í fyrri hálfleik.

„Ég veit ekki alveg hvað þær voru margar, en það hefði eitthvað af þeim mátt kannski fara inn. Freysi skuldar mér eina stoðsendingu alla veganna núna. En sigur er sigur og við erum bara sáttir"


Athugasemdir
banner