Frakkland 2 - 1 England
1-0 Marie-Antoinette Katoto ('36 )
2-0 Sandy Baltimore ('39 )
2-1 Keira Walsh ('87 )
1-0 Marie-Antoinette Katoto ('36 )
2-0 Sandy Baltimore ('39 )
2-1 Keira Walsh ('87 )
Frakkland var með mikla yfirburði gegn ríkjandi Evrópumeisturum Englands framan af á EM kvenna í kvöld.
Englendingar komu boltanum í netið eftir stundafjórðung og þar var Alessia Russo á ferðinni. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu.
Marie-Antoinette Katoto kom Frökkum yfir eftir 36 mínútna leik og aðeins þremur mínútum síðar bætti Sandy Baltimore við öðru marki Frakklands.
Enska liði sýndi ekki mikið og kom ekki skoti á markið fyrr en í blálokin og þá skoraði Keira Walsh með skoti fyrir utan teiginn og hleypti spennu í leikinn.
Englendingar komust hins vegar ekki nær og sigur Frakklands staðreynd. Frakkar eru í 2. sæti D-riðils á eftir Hollandi. England er í 3. sæti og Wales á botninum eftir fyrstu umferð.
Athugasemdir