Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
   lau 05. júlí 2025 20:06
Alexander Tonini
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er eitthvað í þá áttina, áttum sérstaklega til að byrja með í erfiðleikum með að ná í þá. Þeir ( Framarar ) voru grimmari en við í upphafi leiks. Við náðum að laga það í lok fyrri hálfleiks og vorum mun betri aðilinn undir lok fyrri hálfleiks og í seinni hálfleik", sagður Lárus Orri eftir tap sinna manna gegn Fram 0-1 í fyrsta leiknum á heimavelli undir hans stjórn.

Skagamenn áttu í talsverðu basli í fyrri hálfleik með að verjast fyrirgjöfum Framara en það var allt annað að sjá til liðsins eftir hlé.

„Það voru ekki bara svæðin þar. Við vorum aðeins að telja þetta vitlaust og við löguðum það inni í leiknum þegar það voru svona c.a. fimmtán mínútur eftir af fyrri hálfleik. Svo er það ekki bara það, við vorum að tapa einvígjum. Ef þú ert að tapa einvígum þá skiptir ekki máli hvaða leikkerfi þú ert að spila"

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Fram

Skagamenn átti sinn skerf af dauðafærum í seinni hálfleik og voru óheppnir að jafna ekki leikinn þegar uppi var staðið.

„Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá er það alveg með ólíkindum að við höfum ekki skorað mark."

Skagamenn gerðu góða ferð til Ísafjarðar í síðustu umferð og hélt hreinu. Varnarleikur liðsins hefur verið mikið í umræðunni og þá ekki af hinu góða. En sér Lárus Orri batamerki á honum?

„Í þessum leik heilt yfir þá vörðumst við alveg ágætlega. Það var helst fyrri hluti af fyrri hálfleik sem við vorum í smá vandræðum. Varnarleikurinn snýst ekki bara um markmanninn og öftustu línuna, það snýst um allt liðið. Þeir höfðu og mikinn tíma á bolta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner