Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 05. júlí 2025 20:06
Alexander Tonini
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er eitthvað í þá áttina, áttum sérstaklega til að byrja með í erfiðleikum með að ná í þá. Þeir ( Framarar ) voru grimmari en við í upphafi leiks. Við náðum að laga það í lok fyrri hálfleiks og vorum mun betri aðilinn undir lok fyrri hálfleiks og í seinni hálfleik", sagður Lárus Orri eftir tap sinna manna gegn Fram 0-1 í fyrsta leiknum á heimavelli undir hans stjórn.

Skagamenn áttu í talsverðu basli í fyrri hálfleik með að verjast fyrirgjöfum Framara en það var allt annað að sjá til liðsins eftir hlé.

„Það voru ekki bara svæðin þar. Við vorum aðeins að telja þetta vitlaust og við löguðum það inni í leiknum þegar það voru svona c.a. fimmtán mínútur eftir af fyrri hálfleik. Svo er það ekki bara það, við vorum að tapa einvígjum. Ef þú ert að tapa einvígum þá skiptir ekki máli hvaða leikkerfi þú ert að spila"

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Fram

Skagamenn átti sinn skerf af dauðafærum í seinni hálfleik og voru óheppnir að jafna ekki leikinn þegar uppi var staðið.

„Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá er það alveg með ólíkindum að við höfum ekki skorað mark."

Skagamenn gerðu góða ferð til Ísafjarðar í síðustu umferð og hélt hreinu. Varnarleikur liðsins hefur verið mikið í umræðunni og þá ekki af hinu góða. En sér Lárus Orri batamerki á honum?

„Í þessum leik heilt yfir þá vörðumst við alveg ágætlega. Það var helst fyrri hluti af fyrri hálfleik sem við vorum í smá vandræðum. Varnarleikurinn snýst ekki bara um markmanninn og öftustu línuna, það snýst um allt liðið. Þeir höfðu og mikinn tíma á bolta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner