Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
banner
   lau 05. júlí 2025 20:06
Alexander Tonini
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er eitthvað í þá áttina, áttum sérstaklega til að byrja með í erfiðleikum með að ná í þá. Þeir ( Framarar ) voru grimmari en við í upphafi leiks. Við náðum að laga það í lok fyrri hálfleiks og vorum mun betri aðilinn undir lok fyrri hálfleiks og í seinni hálfleik", sagður Lárus Orri eftir tap sinna manna gegn Fram 0-1 í fyrsta leiknum á heimavelli undir hans stjórn.

Skagamenn áttu í talsverðu basli í fyrri hálfleik með að verjast fyrirgjöfum Framara en það var allt annað að sjá til liðsins eftir hlé.

„Það voru ekki bara svæðin þar. Við vorum aðeins að telja þetta vitlaust og við löguðum það inni í leiknum þegar það voru svona c.a. fimmtán mínútur eftir af fyrri hálfleik. Svo er það ekki bara það, við vorum að tapa einvígjum. Ef þú ert að tapa einvígum þá skiptir ekki máli hvaða leikkerfi þú ert að spila"

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Fram

Skagamenn átti sinn skerf af dauðafærum í seinni hálfleik og voru óheppnir að jafna ekki leikinn þegar uppi var staðið.

„Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá er það alveg með ólíkindum að við höfum ekki skorað mark."

Skagamenn gerðu góða ferð til Ísafjarðar í síðustu umferð og hélt hreinu. Varnarleikur liðsins hefur verið mikið í umræðunni og þá ekki af hinu góða. En sér Lárus Orri batamerki á honum?

„Í þessum leik heilt yfir þá vörðumst við alveg ágætlega. Það var helst fyrri hluti af fyrri hálfleik sem við vorum í smá vandræðum. Varnarleikurinn snýst ekki bara um markmanninn og öftustu línuna, það snýst um allt liðið. Þeir höfðu og mikinn tíma á bolta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner