Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   lau 05. júlí 2025 19:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er heilt yfir nokkuð ánægður með spilamennskuna. Mér fannst við ekki alveg nægilega góðir á boltann í fyrri hálfleik en samt fínn hálfleikur heilt yfir. En frábær seinni hálfleikur. Það er það sem við þurfum að taka út úr þessum leik," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir tap gegn Val á Ísafirði í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 Valur

„Það lýsir sér best í því að ef dómarinn dæmir aukaspyrnu á Cafu þá á hann auðvitað að fá gult spjald fyrir dýfu. Þetta er bara rangur dómur og ekki sá eini í dag. Mikið af litlum brotum sem virtust fara svolítið í hina áttina," sagði Davíð Smári.

„Svo er það þetta stóra atvik sem kemur okkur í 1-1 stöðu, það er ofboðslega sorglegt. Það er bara einu sinni þannig að við vissum það farandi inn í tímabilið, sérstaklega gegn liði eins og Val sem er með stóra og langa sögu að þá er oft svona sjálfkrafa. Við þurfum bara að vera gíraðir í það, höfum rætt það síðan í janúar að við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum," sagði Davíð Smári.

Næsti leikur Vestra er gegn Fram í undanúrslitum Mjólkurbikarsins eftir slétta viku. Fari liðið áfram verður Valur einmitt andstæðingurinn í úrslitum. Davíð Smári var með ákall til stuðningsmanna Vestra.

„Það er ný keppni, við höfum unnið gríðarlega hart að því að koma okkur þangað, unnið stóra sigra gegn sterkum andstæðingum. Eins ákall til stuðningsmanna að styðja okkur í blíðu og stríðu, setja smá standard þar."

„Við þurfum að troðfylla stúkna, þurfum á öllum að halda. Við erum ein heild. Stuðningsmenn voru að kalla eftir betri frammistöðu gegn Val í dag, ég heyrði það úr stúkunni og það gleður mig. Við erum komnir það langt að stuðningsmenn Vestra eru farnir að krefjast þess að við vinnum Val og það gleður mig. Það veitir manni stollt að við erum komnir alla leið þangað. Ég held að hljóti að gefa líka leikmönnum kraft að það eru kröfurnar," sagði Davíð Smári.
Athugasemdir
banner