Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 05. júlí 2025 19:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er heilt yfir nokkuð ánægður með spilamennskuna. Mér fannst við ekki alveg nægilega góðir á boltann í fyrri hálfleik en samt fínn hálfleikur heilt yfir. En frábær seinni hálfleikur. Það er það sem við þurfum að taka út úr þessum leik," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir tap gegn Val á Ísafirði í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 Valur

„Það lýsir sér best í því að ef dómarinn dæmir aukaspyrnu á Cafu þá á hann auðvitað að fá gult spjald fyrir dýfu. Þetta er bara rangur dómur og ekki sá eini í dag. Mikið af litlum brotum sem virtust fara svolítið í hina áttina," sagði Davíð Smári.

„Svo er það þetta stóra atvik sem kemur okkur í 1-1 stöðu, það er ofboðslega sorglegt. Það er bara einu sinni þannig að við vissum það farandi inn í tímabilið, sérstaklega gegn liði eins og Val sem er með stóra og langa sögu að þá er oft svona sjálfkrafa. Við þurfum bara að vera gíraðir í það, höfum rætt það síðan í janúar að við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum," sagði Davíð Smári.

Næsti leikur Vestra er gegn Fram í undanúrslitum Mjólkurbikarsins eftir slétta viku. Fari liðið áfram verður Valur einmitt andstæðingurinn í úrslitum. Davíð Smári var með ákall til stuðningsmanna Vestra.

„Það er ný keppni, við höfum unnið gríðarlega hart að því að koma okkur þangað, unnið stóra sigra gegn sterkum andstæðingum. Eins ákall til stuðningsmanna að styðja okkur í blíðu og stríðu, setja smá standard þar."

„Við þurfum að troðfylla stúkna, þurfum á öllum að halda. Við erum ein heild. Stuðningsmenn voru að kalla eftir betri frammistöðu gegn Val í dag, ég heyrði það úr stúkunni og það gleður mig. Við erum komnir það langt að stuðningsmenn Vestra eru farnir að krefjast þess að við vinnum Val og það gleður mig. Það veitir manni stollt að við erum komnir alla leið þangað. Ég held að hljóti að gefa líka leikmönnum kraft að það eru kröfurnar," sagði Davíð Smári.
Athugasemdir
banner
banner