Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
   lau 05. júlí 2025 19:09
Alexander Tonini
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er kannski ekki alveg eins og þín. Fyrri hálfleikur var mjög góður, Árni átti tvær rosalegar vörslur sem hélt þeim inni í leiknum. Áttum líka nokkur önnur þokkalegustu færi sem við klikkum á.
Síðari hálfeikur úr því að staðan var bara 1-0 var örlítill vindur í bakið fyrir Skagamenn og þeir lyfta mikið af boltum upp á okkar teig og þrýsta á okkur. Viktor þurfti að taka tvisvar á því og til þess erum við með góðan markmann."
, sagði Rúnar Kristinsson um upplifun sína um muninn á fyrri og seinni hálfleik þegar Fram lagði ÍA 1-0 á Skaganum í dag.

Umdeild atvik átti sér stað á 48. mínútu þegar togað er í Vuk inni í teig í þann mund sem hann gerði sig líklegan til að setja boltann í netið af stuttu færi eftir undirbúning Freysa.

„Við augljóslega áttum að fá vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks og hefðum getað komist í 2-0 þegar Vuk er tekinn niður. Ég sé enga ástæðu fyrir Vuk að vera að henda sér niður og reyna að fiska eitthvað þegar hann er með opið mark fyrir framan sig af fjórum fimm metrum. Það hefði getað breytt öllu"

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Fram

Framarar voru mjög sókndjarfir í fyrri hálfleik og sendu ótal fyrirgjafir inn í teiginn frá báðum köntunum, sem Skagamenn áttu í miklum vandræðum með að verjast.

„Það kom okkur smá á óvart að Skagamenn voru í fjögurra manna vörn, hafa verið í fimm manna vörn hingað til. Það gerði það að verkum að þegar við vorum með bakverðina okkar hátt eins og við vildum þá var mikið pláss fyrir þá og við komum okkur í góðar stöður."

Það sést langar leiðir þau jákvæðu áhrif sem Simon Tibbling hefur á leik Framara og þá reynslu sem hann kemur með inn í liðið. Undirritaður spurði Rúnar hvort að Simon væri svipaður leikmaður og hann sjálfur?

„Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri. Simon er ótrúlega flottur, með gríðarlega reynslu. Allt sem hann er búinn að upplifa sem knattspyrnumaður er bara stórkostlegt sem fáir hafa í CV inu sínu. Hann bara stýrir liðinu"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner