„Ég er hrikalega ánægður. Það er erfitt að koma hingað vestur og spila á móti Vestra, þeir eru búnir að vera hrikalega öflugir í deildinni þannig við erum mjög sáttir með þrjú stig," sagði Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir sigur liðsins gegn Vestra í dag.
Lestu um leikinn: Vestri 0 - 2 Valur
Valur er þremur stigum á eftir toppliði Víkings og með jafn mörg stig og Breiðablik eftir úrslit umferðarinnar.
„Það er mjög mikilvægt að vinna fótboltaleiki og sérstaklega þegar þú ert að reyna að berjast uppi á toppnum og ert í titilbaráttu," sagði Haukur Páll.
Valsmenn fengu góðan stuðning úr stúkunni á Ísafirði í dag.
„Það er hrikalega gaman að sjá marga Valsmenn ferðast vestur, hvort sem þeir séu í sumarfríi eða ferðuðust alla leið frá Reykjavík. Það skiptir máli og ég er hrikalega ánægður með þá sem komu," sagði Haukur.
Athugasemdir