Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   lau 05. júlí 2025 19:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur að fá ekki þrjú stig út úr þessum leik. Mér fannst við vera klárlega með stjórnina og ég hugsa að ÍBV hafi viljað að við værum með stjórnina. Þeir eru búnir að reynast okkur erfiðir í Vestmannaeyjum, við erum ekki búnir að skora á þá," sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir markalaust jafntefli gegn ÍBV í Eyjum í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 Víkingur R.

Leikurinn fór fram á glænýju gervigrasi á Hásteinsvelli en þetta er aðeins annar leikurinn á því þar sem kvennalið ÍBV vígði völlinn gegn Grindavík/Njarðvík í gær.

„Ég ætla allavega að vona það að þetta sé að einhverju leiti vellinum að kenna. Af því að tæknifeilarnir voru miklir, stuttar sendingar og svoleiðis. Menn voru að missa boltann klaufalega frá sér. Að sama skapi þá vissum við þetta fyrirfram og ÍBV er að spila á sama velli þannig þetta á ekki að vera afsökun fyrir okkur. Við áttum bara að nýta stöðurnar okkar og gera betur," sagði Sölvi Geir.

Eyjmenn hafa leikið Víkinga grátt á þessu tímabili þar sem ÍBV sló Víkinga úr leik í Mjólkurbikarnum með sigri í Eyjum.

„Við tökum stigið. ÍBV er erfiður útivöllur og við höfum alltaf átt erfitt með að koma hingað. Við höfum verið að skora á lokamínútum og svoleiðis. ÍBV börðust mjög vel í dag og maður sá að þeir voru að hlaupa fyrir hvorn annan, voru þéttir og að henda sér fyrir allt saman. Það er erfitt að mæta svona liðum og því miður gerðum við ekki betur í dag."
Athugasemdir
banner