Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
   lau 05. júlí 2025 19:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur að fá ekki þrjú stig út úr þessum leik. Mér fannst við vera klárlega með stjórnina og ég hugsa að ÍBV hafi viljað að við værum með stjórnina. Þeir eru búnir að reynast okkur erfiðir í Vestmannaeyjum, við erum ekki búnir að skora á þá," sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir markalaust jafntefli gegn ÍBV í Eyjum í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 Víkingur R.

Leikurinn fór fram á glænýju gervigrasi á Hásteinsvelli en þetta er aðeins annar leikurinn á því þar sem kvennalið ÍBV vígði völlinn gegn Grindavík/Njarðvík í gær.

„Ég ætla allavega að vona það að þetta sé að einhverju leiti vellinum að kenna. Af því að tæknifeilarnir voru miklir, stuttar sendingar og svoleiðis. Menn voru að missa boltann klaufalega frá sér. Að sama skapi þá vissum við þetta fyrirfram og ÍBV er að spila á sama velli þannig þetta á ekki að vera afsökun fyrir okkur. Við áttum bara að nýta stöðurnar okkar og gera betur," sagði Sölvi Geir.

Eyjmenn hafa leikið Víkinga grátt á þessu tímabili þar sem ÍBV sló Víkinga úr leik í Mjólkurbikarnum með sigri í Eyjum.

„Við tökum stigið. ÍBV er erfiður útivöllur og við höfum alltaf átt erfitt með að koma hingað. Við höfum verið að skora á lokamínútum og svoleiðis. ÍBV börðust mjög vel í dag og maður sá að þeir voru að hlaupa fyrir hvorn annan, voru þéttir og að henda sér fyrir allt saman. Það er erfitt að mæta svona liðum og því miður gerðum við ekki betur í dag."
Athugasemdir
banner
banner