Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Joao Felix vill snúa aftur til Benfica
Mynd: EPA
Joao Felix, leikmaður Chelsea, er staðráðinn í að ganga til liðs viið Benfica í sumar.

Joao Felix er uppalinn hjá Benfica en gekk til liðs við Atletico Madrid árið 2019 eftir að hafa slegið í gegn hjá uppeldisfélaginu sínu.

Hann gekk til liðs við Chelsea, fyrst á láni árið 2023 en var síðan keyptur til liðsins árið 2024. Hann hefur hins vegar ekki náð að sýna sitt rétta andlit og var á láni hjá AC Milan á síðustu leiktíð.

„Bruno Lage er þjálfarinn, ég þekki hann og hann hefur verið mikilvægur partur af mínum ferli, það ýtir undir ákvörðunina mína og ég yrði rosalega ánægður með að snúa aftur til Benfica," sagði Felix.

„Það er líklega það sem ég hallast mest að. Mér finnst ég þurfa að vera heima og þess vegna er Benfica eitt af þeim liðum sem ég hef í huga."
Athugasemdir
banner
banner