Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Tómas Guðmundsson (Víkingur R.)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Smári Sigurðsson.
Halldór Smári Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson.
Sigurður Egill Lárusson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dofri Snorrason.
Dofri Snorrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Guðmundsson lék síðast deildarleik með Reykjavíkur Víkingum árið 2016. Hann kom inn í leik gegn Magna í Lengjubikarnum og skoraði.

Fótbolti.net ræddi við Tómas eftir þann leik og fór yfir stöðuna með miðverðinum. Í dag segir hann frá hinni hliðinni sinni.

Sjá einnig:
Tómas Guðmunds: Planið að geta eitthvað hjálpað liðinu í sumar

Fullt nafn: Tómas Guðmundsson

Gælunafn: Tombo, Mogly.

Aldur: 28

Hjúskaparstaða: Sambúð

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2008 sennilega

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhalds matsölustaður: Eldofninn og Spíran

Hvernig bíl áttu: Kia Rio

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Office US

Uppáhalds tónlistarmaður: Frikki Dór. Luigi fær shout líka til að peppa hann aðeins, hann er lítill í sér þessa dagana.

Fyndnasti Íslendingurinn: Gilsarinn og Brjánn Breki deila þessu.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Lúxus dýfa, smarties, mars, þrist.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Pöntunin þín verður tilbúin eftir 10 mínútur

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Liverpool

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Mér dettur engin hetja í hug þannig.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Bjössi Bjartmarz.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Dofri þegar hann fer í gírinn sinn á æfingum.

Sætasti sigurinn: 2-1 sigur á Þrótt í lokaumferð í 1. deildinni 2013 sem kom okkur upp í Pepsi. Pape Mamadou með tvö mörk með enninu í seinni hálfleik.

Mestu vonbrigðin: Absolute skíta fall úr pepsi 2011

Uppáhalds lið í enska: Man Utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Sigurður Egill Lárusson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Emanúel Guðmundsson (Júlíusson)

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Bjarni Gunn

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Dóra María Lárusdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ágúst Hlyns og Logi Tómasson, þó svo það virðist ganga oft brösulega hjá þeim. Óttar Magnús er líka lúmskur djöfull

Uppáhalds staður á Íslandi: Tröppurnar í Víkinni á sólríkum degi.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar Sigurður Egill fékk rautt spjald eftir 30 sek í mínum fyrsta u17 landsleik var mjög fyndið. Svo líka þegar Halli Smári bombaði Viktor Bjarka niður í leik á móti Keflavík hérna um árið. Það er til gif með þessu sem er a great comedy. (Meira um þetta neðst í fréttinni)

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Sendi góða nótt á hann Dofra minn.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: NFL, NBA, golf.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike hyper zoom eitthvað.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönsku

Vandræðalegasta augnablik: Alveg tómur

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki Dofra minn alltaf með mér. Bjarna Pál til að fá reglulega Will Ferrell quotes og Halldór Smári myndi svo halda uppi góðri stemningu með uppistandi öll kvöld.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Fæddist í the land of the free and the home of the brave.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Þegar Sölvi fór on a run um daginn á æfingu og skautaði framhjá 6-7 mönnum var eitthvað sem ég sá ekki fyrir.

Hverju laugstu síðast: Hef sennilega verið að hagræða sannleikanum eitthvað aðeins við konuna.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta.

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Er búin að skila mörgum klukkutímum í Rory PGA í ps4 undanfarið. Svo eru það bara hlaupa og spritta sig inná milli.

Tómas var spurður sérstaklega út í atvikið þegar Sigurður Egill varði á línu. Hvernig var það atvik?
„Hann varð á línu með hendi eftir svona 30-40 sek," sagði Tómas og hló.

Borgaði það sig? „Nei get ekki sagt það. Við töpuðum 4-1 (gegn Noregi). Mig minnir að þetta hafi verið alveg óvart."

Gif-ið umtalaða:
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner