Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tómas Guðmunds: Planið að geta eitthvað hjálpað liðinu í sumar
Tómas í leik gegn FH árið 2015.
Tómas í leik gegn FH árið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gífurlega glaður með gult spjald.
Gífurlega glaður með gult spjald.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Einhverjir tóku eftir því að Tómas Guðmundsson skoraði síðasta mark Víkings í sigri á Magna í Lengjubikarnum.

Tómas er 28 ára gamall miðvörður sem lék með Víkingi á árunum 2009-2016. Tómas hætti árið 2016 og spurði fréttaritari Tómas út í endurkomuna.

„Ég er búinn að æfa með Víkingi eftir mánaðarmótin. Ég hafði fyrir leikinn í gær leikið tvo æfingarleiki með liðinu og er að komast í stand," sagði Tómas við Fótbolta.net.

Er stefnan að vera með Víkingi í sumar? „Það er planið að geta hjálpað eitthvað til með liðinu í sumar. Ég er búinn að fara á fund með Arnari og Einari og það var tekið vel í þetta. Ég þakka Arnari fyrir að leyfa mér að koma á æfingu eftir áramótin."

„Ég þekki flesta af þessum Víkingum sem eru í liðinu frá því ég var með síðast. Ég veit samt að ég er ekki að fara spila 90 mínútur í hverjum leik en svo lengi sem ég get hjálpað til þá væri það frábært."


Einbeitingin öll á náminu
„Ég hef verið úti í Bandaríkjunum í u.þ.b. fimm ár. Ég var alltaf að koma seint heim á vorin og fara út snemma í ágúst. Ég komst því aldrei almennilega í taktinn fótboltalega. Árið 2016 var þetta komið í þrot fótboltalega hér heima og einbeitingin meiri á skólanum."

„Ég ákvað að taka smá pásu en spilaði 2016-2019 með liðinu í Bandaríkjunum. Ég æfði svo eitthvað með Víkingi 2018 og hef alltaf verið aðeins viðloðin þetta."

„Nú er ég alfarið kominn heim 100% og fylgdist með þessu síðasta sumar. Gengið var geggjað og ánægður með hvað Arnar hefur gert með liðið."

„Einhverjir strákar í liðinu voru að spyrja mig í fyrra að koma á æfingu og ég kom og prófaði í janúar og ég er að komast í gott stand."


Gaman að stanga einn inn
Tómas kom inn á gegn Magna og skoraði síðasta markið í 0-5 útisigri í Boganum. Hvernig var tilfinningin að skora?

„Þetta var gaman. Ég spilaði síðasta korterið og náði að stanga einn inn alveg í lokin. Góð fyrirgjöf frá Loga og það var hlegið eftir leik, það var gaman að þessu."

Eingöngu miðvörður - Klár ef kallið kemur
Hvernig getur Tómas hjálpað Víkingi í sumar? „Ég er eingöngu miðvörður í dag og er ekki að fara að spila annars staðar á vellinum."

„Ég fór á fund með Arnari og útskýrði fyrir honum að ég veit hvernig staðan er. Sölvi Geir, Kári og Halli eru þarna fyrir og þeir eru frábærir."

„Ég er glerharður Víkingur og vonast til þess að þeir verði heilir og geti spilað sem flesta leiki. Ég átta mig samt á því að þeir geta ekki spilað 90 mín í öllum keppnum í sumar og ég er því tilbúinn að stíga inn ef þörf er á."

„Ég er tilbúinn að vera í þessu hlutverki á æfingum og í leikjum ef einhver dettur út af þeim þremur. Þá er ég klár,"
sagði Tómas að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner