Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   lau 04. apríl 2020 12:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jadon Sancho í valdastöðu
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Danny Mills.
Danny Mills.
Mynd: Getty Images
Danny Mills, fyrrum leikmaður Manchester City, Leeds United og enska landsliðsins, segir að það yrði engin ástæða fyrir Jadon Sancho að fara til Manchester United ef liðið heldur áfram að enda fyrir utan Meistaradeildarsætin í ensku úrvalsdeildinni.

Búist er við því að hinn tvítugi Sancho yfirgefi Borussia Dortmund þegar tímabilið í Þýskalandi klárast - ef það gerist - og þegar félagaskiptaglugginn opnar að nýju.

Sancho, sem hefur slegið í gegn í Þýskalandi, hefur verið sterklega orðaður við Manchester United, en félög eins og Chelsea, Liverpool, Barcelona og Real Madrid hafa einnig verið nefnd til sögunnar.

Mills telur að Sancho ráði mikið ferðinni ef hann skiptir um félag, en Mills sagði á Talksport: „Ef ég væri Jadon Sancho þá myndi ég spyrja spurninga. 'Hverja fleiri ætlarðu að fá inn? Hvernig mun hópurinn líta út á næsta tímabili? Ætlið þið í alvöru að berjast um titla? Hver verður stjórinn... verður það áfram Ole Gunnar Solskjær?'."

„Hann er í valdastöðu í augnablikinu. Hann vill fara eitthvert og vinna hluti, það er það mikilvægasta."

„Það er engin ástæða fyrir hann að fara til Manchester United ef liðið endar í sjötta eða sjöunda sæti," segir Mills.

Áður en enska úrvalsdeildin var stöðvuð vegna kórónuveirunnar þá var Manchester United í fimmta sæti, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Liðið hafði verið á miklu skriði og ekki tapað í 11 leikjum í röð.

Sjá einnig:
Rashford: Sancho er frábær leikmaður
Athugasemdir
banner
banner