Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. apríl 2021 20:24
Aksentije Milisic
England: Rashford og Greenwood skoruðu í sigri United
Bruno og Sanchez í baráttunni í kvöld.
Bruno og Sanchez í baráttunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Rashford skorar.
Rashford skorar.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 2 - 1 Brighton
0-1 Danny Welbeck ('13 )
1-1 Marcus Rashford ('62 )
2-1 Mason Greenwood ('83 )

Síðasti leikur dagsins var leikur Manchester United og Brighton á Old Trafford en spilað var í 30. umferð deildarinnar.

Leikurinn fór frekar rólega af stað. United var meira með boltann en Brighton átti sínar syrpur og ógnuðu marki heimamanna í nokkur skipti. Besta færi United í fyrri hálfleiknum fékk Mason Greenwood en hægri fótar skot hans fór þá í stöngina og út.

Það var hins vegar gamli United leikmaðurinn Danny Welbeck sem skoraði fyrsta mark leiksins. Það kom fyrirgjöf frá hægri vængnum, beint á kollinn á Welbeck sem átti skalla sem Dean Henderson varði, en Welbeck náði frákastinu og kom knettinum í netið.

Það var ekki mikið um önnur færi í fyrri hálfleiknum og því var staða 0-1 gestunum í vil þegar flautað var til hálfleiks.

United sótti mikið í byrjun síðari hálfleiks og á 61. mínútu kom jöfnunarmarkið. Bruno átti þá góðan sprett, lagði boltann til hliðar á Rashford sem kláraði færið snyrtilega í fjærhornið.

Á 70. mínútu vildi Brighton fá vítaspyrnu en Welbeck taldi að Maguire hafi rifið sig niður. VAR skoðaði atvikið og var ákveðið að dæma ekkert.

United fékk hörku færi þegar um fimmtán mínútur voru til leiksloka. Sanchez varði skot frá Bruno og Greenwood náði frákastinu en mokaði knettinum yfir markið.

Heimamenn náðu forystunni á 83. mínútu eftir góða sókn. Bruno fann þá Pogba sem átti fyrirgjöfina á Mason Greenwood sem stangaði knöttinn í netið. Ben White reyndi að bjarga á marklínunni en tókst það ekki.

Meira var ekki skorað og því þrjú góð stig í hús hjá Ole Gunnar Solskjær og hans mönnum.

Með sigrinum fór United í 60 stig og er liðið nú með ellefu stiga forystu á Tottenham sem situr í fimmta sæti deildarinnar. United er því á góðri leið með að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu. Brighton er sex stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner