Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   sun 04. apríl 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lætur Alf Inge, Raiola og Dortmund heyra það - „Vanvirðing"
Dietmar Hamann er allt annað en hrifinn af því hvernig undirbúningur Borussia Dortmund var fyrir gífurlega mikilvægan leik gegn Eintracht Frankfurt í gær.

Erling Braut Haaland er einn mest spennandi leikmaður heims og margir velta því fyrir sér hvert hans næsta skref verður eftir Dortmund. Hamann, sem er fyrrum leikmaður Liverpool og Bayern Munchen tjáði sig við Sky Germany.

Hann furðar sig á, og gagnrýnir harkalega, að Dortmund hafi gefið þeim Alf Inge, pabba Erlings, og Mino Raiola, umboðsmanni Erlings, leyfi til að fara til Spánar til að ræða við Barcelona.

„Þeir [hjá Dortmund] ætla ekki að tækla þessa hegðun af því þeir eru hræddir um að gera leikmanninn reiðan. Dortmund ætti að hugsa hvers vegna leikmenn leika sér með félagið. Það vantar leiðtoga hjá félaginu."

„Ég á ekki orð yfir hegðun þeirra Alf Inge og Raiola, vanvirðing og ósvífni að gera þetta. Ef hann vill fara, leyfið honum að fara."


Talið er að Dortmund vilji að það verði verðstríð um Haaland og mun félagið ekki samþykkja tilboð á undir 100 milljónir punda. Manchester City, Chelsea, Real Madrid og Barcelona eru þau félög sem oftast eru nefnd sem næsta félag Erlings á ferlinum.

Dortmund tapaði gegn Eintracht Frankfurt í gær og verður brekka að ná Meistaradeildarsæti úr þessu.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner
banner