„Þetta er frábær byrjun, mjög góður og agaður leikur. Professional útfærður leikur, ég er virkilega sáttur," sagði Stefán Gíslason þjálfari Leiknis eftir 4-1 sigur á Magna í fyrsta leik Inkasso-deildarinnar í dag.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 4 - 1 Magni
„Við ætluðum að stýra leiknum og spila okkar bolta. Við vissum að við þyrftum að vera grimmir í návígum og varnarleiknum. Mér fannst leikmennirnir skila öllu sem við vildum."
Leiknir komst í 2-0 með tveimur mörkum eftir stundarfjórðung og virtist hafa tök á leiknum til loka.
„Við vissum að meðan það var 2-0 væri þetta opinn leikur, svo minnka þeir í 3-1 og það var enn opið. Mér leið nokkuð vel allan leikinn."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan. Þar ræðir hann um að Leiknir spilaði á gervigrasi en stutt er í að grasvöllurinn verði klár.
„Grasvöllurinn lítur virkilega vel út við vildum taka fyrsta leikinn á gervigrasi til að spara hann aðeins svo hann verði góður í allt sumar."
Athugasemdir