Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   lau 04. maí 2019 19:28
Hafliði Breiðfjörð
Stebbi Gísla: Leið nokkuð vel allan leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábær byrjun, mjög góður og agaður leikur. Professional útfærður leikur, ég er virkilega sáttur," sagði Stefán Gíslason þjálfari Leiknis eftir 4-1 sigur á Magna í fyrsta leik Inkasso-deildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 4 -  1 Magni

„Við ætluðum að stýra leiknum og spila okkar bolta. Við vissum að við þyrftum að vera grimmir í návígum og varnarleiknum. Mér fannst leikmennirnir skila öllu sem við vildum."

Leiknir komst í 2-0 með tveimur mörkum eftir stundarfjórðung og virtist hafa tök á leiknum til loka.

„Við vissum að meðan það var 2-0 væri þetta opinn leikur, svo minnka þeir í 3-1 og það var enn opið. Mér leið nokkuð vel allan leikinn."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan. Þar ræðir hann um að Leiknir spilaði á gervigrasi en stutt er í að grasvöllurinn verði klár.

„Grasvöllurinn lítur virkilega vel út við vildum taka fyrsta leikinn á gervigrasi til að spara hann aðeins svo hann verði góður í allt sumar."
Athugasemdir
banner