Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fim 04. júní 2020 15:02
Elvar Geir Magnússon
Miðasala á æfingaleik Vals og Fylkis - Aðeins 400 komast að
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Fylkir mætast í æfingaleik á Origo-vellinum á Hlíðarenda annað kvöld, föstudagskvöld, klukkan 19:00.

Áhorfendatakmarkanir vegna kórónaveirufaraldursins gera það að verkum að aðeins 400 áhorfendur komast að, 200 í hvoru hólfi.

Miðasala fer fram gegnum tix.is en miðinn kostar 1.000 krónur.

Hægt er að kaupa sérstakan miða á 3.000 krónur en þá er hægt að fá snitzel með.

Ágóði af miðasölu gengur til yngri flokka Vals.

Fótbolti.net spáir Val Íslandsmeistaratitlinum en Fylki er spáð 8. sæti.
Athugasemdir
banner
banner