Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
   sun 04. júní 2023 16:20
Ívan Guðjón Baldursson
Kepa með markvörslu tímabilsins - Enciso gerði besta markið
Mynd: Brighton
Mynd: EPA

Enska úrvalsdeildartímabilinu er lokið og því er komið að verðlaunaafhendingu fyrir flottasta mark tímabilsins og bestu markvörsluna.


Það kemur engum á óvart að mark Julio Enciso gegn Manchester City sé valið sem flottasta mark tímabilsins, en þessi efnilegi framherji skoraði glæsimark í 1-1 jafntefli Brighton gegn Englandsmeisturum Manchester City í lok maí.

Ivan Toney, Michael Olise, Willian, Miguel Almiron, Jonny og Matheus Nunes skoruðu einnig glæsimörk á úrvalsdeildartímabilinu sem komu til greina sem flottasta mark ársins.

Þegar kemur að bestu markvörslu tímabilsins er það Spánverjinn Kepa Arrizabalaga sem fær heiðurinn fyrir tvöfalda vörslu í leik gegn Aston Villa í október.

Kepa var meðal bestu markvarða tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en gat lítið gert til að koma í veg fyrir slæmt gengi Chelsea. 

Hægt er að sjá mark Enciso og markvörslu Kepa hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner