Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 04. júní 2023 17:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neymar skrifar skilaboð til Messi: Ég elska þig
Mynd: EPA

Lionel Messi hefur yfirgefið PSG eftir tvö tímabil hjá félaginu. Hann vann frönsku deildina bæði tímabilin.


Stóra markmiðið var hins vegar að næla í Meistaradeildar bikarinn en það tókst ekki og hefur það verið mikil vonbrigði í París undanfarin ár.

Liðið hefur verið stjörnum prýtt en ekki enn tekist að næla í titilinn. Neymar hefur spilað með PSG frá 2017 en hann skrifaði skilaboð til Messi á Twitter eftir að sá síðarnefndi yfirgaf félagið.

„Þetta fór ekki eins og við ætluðum en við reyndum allt. Það var ánægjulegt að eyða tveimur árum með þér. Gangi þér vel á nýja sviðinu og vertu ánægður. Ég elska þig," skrifar Neymar.


Athugasemdir
banner
banner