Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 23:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einar Ingi hrósaði starfsfólki Víkings fyrir að halda haus
Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víking og Einar Ingi í leiknum í kvöld.
Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víking og Einar Ingi í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og áður hefur komið fram í kvöld þá var leikur KR og Víkings á Meistaravöllum alveg ótrúlegur.

KR vann 2-0 en Víkingar misstu þrjá menn af velli með rautt spjald. Þeir Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson fengu allir að líta rauða spjaldið.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, sagði í viðtali eftir leik (sem horfa má á neðst í fréttinni) að hann hefði verið ósammála öllum rauðu spjöldunum en það var skiljanlega mjög mikill hiti í mönnum á hliðarlínunni og inn á vellinum yfir þessum leik.

Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkinga, segir hins vegar frá því á Twitter að starfsfólk Víkings hafi fengið hrós frá fjórða dómaranum, Einari Inga Jóhannssyni, fyrir að halda haus við þær aðstæður sem mynduðust.

Arnar hefur þá fengið hrós fyrir það hvernig hann kom fram í fjölmiðlum eftir leik. Hann var ekki mikið að æsa sig.

Sjá einnig:
Sölvi við fjórða dómarann: Fokka þú þér aumingi


Arnar Gunnlaugs: Uppsafnaður pirringur yfir skrautlegum ákvörðunum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner