Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hólmbert Aron skoraði tvö en það var ekki nóg
Hólmbert gerði tvö.
Hólmbert gerði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði tvennu fyrir Álasund er liðið gerði svekkjandi jafntefli við Valerenga á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hólmbert kom Álasundi í 2-0 með tveimur mörkum, og það fyrra eftir stoðsendingu hjá Davíð Kristjáni Ólafssyni, en liðið kastaði svo frá sér forystunni. Lokatölur voru 2-2. Matthías Vilhjálmsson lagði upp fyrra mark Valerenga.

Davíð Kristján og Hólmbert léku allan leikinn fyrir Álasund, en Daníel Leó Grétarsson var ekki með vegna meiðsla. Matthías spilaði allan leikinn fyrir Valerenga í þessum Íslendingaslag. Álasund er í 15. sæti af 16 liðum með þrjú stig eftir sex leiki. Valerenga er í fimmta sæti með níu stig.

Hólmbert og Matthías eru á meðal markahæstu leikmanna deildarinnar. Hólmbert er búinn að skora fjögur mörk og Matthías þrjú.

Í hinum leik kvöldsins í norsku úrvalsdeildinni gerðu Start og Viking 1-1 jafntefli. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari Start, sem er 14. sæti með þrjú stig. Axel Óskar Andrésson var allan tímann á bekknum hjá Viking, sem er í 12. sæti með fimm stig, og Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í hóp hjá Start.

Búlgaría:
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn fyrir Levski Sofia sem tapaði á heimavelli gegn nágrönnum sínum í Slavia Sofia eftir að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik.

Eins og staðan er núna þá er Levski í öðru sæti og á leið í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Danmörk:
Það voru tveir leikir í dönsku úrvalsdeildinni. Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn í Íslendingaslag SönderjyskE og OB. Aron Elís Þrándarson var ekki með í leiknum sem endaði 1-1. SönderjyskE mun spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa unnið bikarinn og er OB búið að vinna fallriðil 1. OB á því möguleika á að taka þátt í umspilsleik um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Silkeborg, sem fallið er úr dönsku deildinni, vann 2-0 sigur á Frederik Schram og félögum í Lyngby. Frederik er varamarkvörður Lyngby sem mun fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

Grikkland:
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar fyrir PAOK gegn OFI Crete. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og misstu bæði lið mann af velli með rautt spjald í síðari hálfleiknum.

Sverrir og félagar í PAOK eru í öðru sæti grísku úrvalsdeildarinnar. Olympiakos er búið að tryggja sér meistaratitilinn.

Viðar og Andri komu inn á - Willum spilaði ekki
Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður þegar stundarfjórðungur var eftir í leik Yeni Malatyaspor og Genclerbirligi í tyrknesku úrvalsdeildinni. Leikurinn endaði markalaus, en Viðar og félagar eru eini stigi frá fallsvæðinu.

Andri Rúnar Bjarnason kom inn á sem varamaður á 81. mínútu í 1-0 sigri Kaiserslautern á Bayern II í lokaumferð þýsku C-deildarinnar. Bayern II vinnur deildina en má ekki fara upp þar sem liðið er varalið Bayern München. Kaiserslautern hafnar í tíunda sæti. Andri átti ekki draumatímabil þar sem hann var mikið í meiðslum og inn og út úr liðinu.

Þá var Willum Þór Willumsson ekki í leikmannahópi BATE Borisov sem tapaði óvænt gegn Energetik-BGU á heimavelli í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. BATE er áfram á toppi deildarinnar þrátt fyrir tapið.
Athugasemdir
banner
banner
banner