Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Mason einn sá besti, ef ekki sá besti, í að klára færi
Solskjær sáttur.
Solskjær sáttur.
Mynd: Getty Images
„Ég er bara mjög, mjög ánægður. Þetta var leikur fyrir stuðningsmennina," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 5-2 sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

„Það er synd að það séu engir stuðningsmenn hér. Ef það væru stuðningsmenn þá hefðum við pottþétt skorað fleiri mörk."

Fremstu þrír, Anthony Martial, Mason Greenwood og Marcus Rashford skoruðu allir. Greenwood, sem er 18 ára, skoraði tvö.

„Þeir eru spennandi. Við erum með leikmenn sem búa til færin fyrir þá en þeir eru með hraðann og færnina. Við erum að fá mörk úr öllum áttum."

„Mason er einn sá besti, ef ekki sá besti, sem ég hef unnið með og séð í að klára færi. Hann er svo yfirvegaður."

Manchester United er í harði baráttu um Meistaradeildarsæti og er liðið í fjórða sæti þessa stundina með 55 stig. Chelsea á leik inni í kvöld gegn Watford og getur þar með sigri aftur komist upp fyrir United.
Athugasemdir
banner
banner
banner