Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
   mán 04. júlí 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Steven Lennon: Allt hefur breyst undir Eiði Smára
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Steven Lennon leikmaður FH skoraði eina mark liðsins í kvöld þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna. Viðtalið er á ensku en er þýtt í textanum hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

„Mér fannst við hefðum átt að vinna leikinn. Ég held þetta hafi ekki verið hornspyrna, strákarnir sögðu að þetta fór í Stjörnuleikmann en dómarinn gaf horn þannig ég er svekktur að við fengum á okkur mark í endan og það virðist bara vera það sem gerist hjá okkur. Fáum á okkur aum mörk.

Lennon hefur ekki skorað mikið af mörkum í sumar en þetta var hans annað mark í sumar. Hann vonast þó til þess að þetta muni hjálpa honum að komast í markastuð.

„Ég vona það vinur, en já þú hefur rétt fyrir þér ég hef auðvitað ekki skorað jafn mikið og ég geri vanalega en mér finnst ég hafa verið í stöðum til að skora mörk og klúðrað svona 4-5 stórum marktækifærum en það er bara hluti af fótboltanum. Ég skoraði í dag og vonandi get ég bara haldið áfram í næstu leikjum og komi FH upp töfluna."

Þetta var þriðji leikurinn síðan Eiður Smári tók við liðinu og Lennon segir að margt hafi breyst.

„Algjörlega allt hefur breyst ef ég á að segja eins og er. Við erum skipulagðari, betra jafnvægi á liðinu, meira sjálfstraust og mér fannst það sjást í dag því við áttum að vinna Stjörnuna í kvöld sem er í þriðja sæti. Þannig ég held að á næstu vikum verðum við bara betri og eins og ég sagði byrja að klifra upp töfluna."

Með öllum þessum jákvæðu breytingum vonast Lennon að FH getur komist upp í efri hlutan þegar deildin skiptist í haust.

„Já ég vona það. Við þurfum að vinna nokkra leiki til þess að ná KR sem ég held að sé í sjötta sæti en það er klárlega mögulegt. Við þurfum bara að vera jákvæðir, við erum með nýtt þjálfarateymi Eiður og Venni eru báðir frábærir svo við getum byggt á þessu stigi. Ég veit að það er svekkjandi en þetta er stig gegn liði í þriðja sæti og við getum klifrað upp töfluna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner