Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 04. júlí 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Steven Lennon: Allt hefur breyst undir Eiði Smára
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Steven Lennon leikmaður FH skoraði eina mark liðsins í kvöld þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna. Viðtalið er á ensku en er þýtt í textanum hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

„Mér fannst við hefðum átt að vinna leikinn. Ég held þetta hafi ekki verið hornspyrna, strákarnir sögðu að þetta fór í Stjörnuleikmann en dómarinn gaf horn þannig ég er svekktur að við fengum á okkur mark í endan og það virðist bara vera það sem gerist hjá okkur. Fáum á okkur aum mörk.

Lennon hefur ekki skorað mikið af mörkum í sumar en þetta var hans annað mark í sumar. Hann vonast þó til þess að þetta muni hjálpa honum að komast í markastuð.

„Ég vona það vinur, en já þú hefur rétt fyrir þér ég hef auðvitað ekki skorað jafn mikið og ég geri vanalega en mér finnst ég hafa verið í stöðum til að skora mörk og klúðrað svona 4-5 stórum marktækifærum en það er bara hluti af fótboltanum. Ég skoraði í dag og vonandi get ég bara haldið áfram í næstu leikjum og komi FH upp töfluna."

Þetta var þriðji leikurinn síðan Eiður Smári tók við liðinu og Lennon segir að margt hafi breyst.

„Algjörlega allt hefur breyst ef ég á að segja eins og er. Við erum skipulagðari, betra jafnvægi á liðinu, meira sjálfstraust og mér fannst það sjást í dag því við áttum að vinna Stjörnuna í kvöld sem er í þriðja sæti. Þannig ég held að á næstu vikum verðum við bara betri og eins og ég sagði byrja að klifra upp töfluna."

Með öllum þessum jákvæðu breytingum vonast Lennon að FH getur komist upp í efri hlutan þegar deildin skiptist í haust.

„Já ég vona það. Við þurfum að vinna nokkra leiki til þess að ná KR sem ég held að sé í sjötta sæti en það er klárlega mögulegt. Við þurfum bara að vera jákvæðir, við erum með nýtt þjálfarateymi Eiður og Venni eru báðir frábærir svo við getum byggt á þessu stigi. Ég veit að það er svekkjandi en þetta er stig gegn liði í þriðja sæti og við getum klifrað upp töfluna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner