Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   fim 04. júlí 2024 23:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholti
Árni Guðna eftir magnaðan sigur: Erum líka bara helvíti góðir
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjaður sigur. Eftir smá bras í fyrri hálfleik, þá tókum við algjörlega yfir seinni hálfleikinn. Við áttum þetta svo sannarlega skilið," sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir 3-0 sigur gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í kvöld.

„Við vorum mjög öflugir varnarlega í fyrri hálfleik. Ég held að þeir hafi ekki fengið færi í leiknum. Við vorum eftir á í návígum en þegar við löguðum það, þá tókum við öll völd á vellinum. Við erum beinskeyttir og hættulegir þegar við sækjum hratt."

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  0 Afturelding

Afturelding er með ansi öflugt lið en ÍR-ingar hafa sýnt það í sumar að þeir eru býsna góðir.

„Við erum líka bara helvíti góðir. Deildin er þannig að allir geta unnið alla. Það benti ekkert til þess í hálfleik að þetta væri 3-0 en við lögðum meira í þetta og náðum í sigurinn. Það eru margir mjög efnilegir og ungir strákar í liðinu sem eru að taka sín fyrstu skref í þessari deild. Framtíðin er þeirra og við erum mjög stoltir af því að geta nánast verið sama lið og fór upp í fyrra. Við vorum ekki að skipta um lið eins og einhver lið hafa verið að gera. Við erum ánægðir með þessa vegferð sem við erum á."

ÍR var síðast í efstu deild karla 1998 en menn geta nú alveg leyft sér að dreyma núna. Það er ókeypis. ÍR er í fimmta sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins.

„Ég var í fjögur ár hérna sem leikmaður og við vorum einu sinni nálægt því. Að sjálfsögðu látum við okkur dreyma en við erum alveg á jörðinni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner