Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
Venni talar um draum: Þeir voru háværir þó þeir voru fáir
Dragan alls ekki sáttur: Þetta er ekki gott
Haukur Páll: Eykur töluvert líkurnar að vinna leiki ef við höldum hreinu
Rúnar Páll: Óþarfi að gefa svona sterku liði eins og Val svona mörk
Adam Ægir: Mér hefur vantað þetta mark
Pálmi Rafn: Ef það var eitthvað sem klikkaði var það ég
Jökull Elísabetar: Ekki neinar áhyggjur, menn eru bara svekktir
Axel Óskar: Get lofað þér því við erum að reyna
Viktor Jóns: Þegar maður kemst á bragðið þá eykst sjálfstraustið
Jón Þór: Gríðarlega ánægðir hvernig hefur tekist til að setja þennan hóp saman
Ómar Ingi: Skammast mín fyrir þá hlið sem við sýndum af okkur
Best í Mjólkurbikarnum: Tvö sterkustu lið landsins mætast
Skoraði aftur úr langskoti með vinstri - „Ég var aldrei að fara að fagna"
Magnús Már: Bara gjörsamlega óboðlegt og óafsakanlegt
Árni Guðna eftir magnaðan sigur: Erum líka bara helvíti góðir
Halli Hróðmars: Kraftaverk að hann geti spilað fótbolta svona snemma - Á þetta mark þvílíkt skilið
Gunnar Heiðar: Getum ekki haldið það að við séum orðnir einhverjir kóngar
„Þá fara allir að segja 'byrjar Chris að væla enn eina ferðina'"
Leiðinlegasti hálfleikur sem hefur verið spilaður - „Fannst við stúta þeim í seinni"
Júlíus Mar um 500 þúsund króna tilboð KR: Maður verður að vera meira virði en það
   fim 04. júlí 2024 23:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholti
Árni Guðna eftir magnaðan sigur: Erum líka bara helvíti góðir
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjaður sigur. Eftir smá bras í fyrri hálfleik, þá tókum við algjörlega yfir seinni hálfleikinn. Við áttum þetta svo sannarlega skilið," sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir 3-0 sigur gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í kvöld.

„Við vorum mjög öflugir varnarlega í fyrri hálfleik. Ég held að þeir hafi ekki fengið færi í leiknum. Við vorum eftir á í návígum en þegar við löguðum það, þá tókum við öll völd á vellinum. Við erum beinskeyttir og hættulegir þegar við sækjum hratt."

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  0 Afturelding

Afturelding er með ansi öflugt lið en ÍR-ingar hafa sýnt það í sumar að þeir eru býsna góðir.

„Við erum líka bara helvíti góðir. Deildin er þannig að allir geta unnið alla. Það benti ekkert til þess í hálfleik að þetta væri 3-0 en við lögðum meira í þetta og náðum í sigurinn. Það eru margir mjög efnilegir og ungir strákar í liðinu sem eru að taka sín fyrstu skref í þessari deild. Framtíðin er þeirra og við erum mjög stoltir af því að geta nánast verið sama lið og fór upp í fyrra. Við vorum ekki að skipta um lið eins og einhver lið hafa verið að gera. Við erum ánægðir með þessa vegferð sem við erum á."

ÍR var síðast í efstu deild karla 1998 en menn geta nú alveg leyft sér að dreyma núna. Það er ókeypis. ÍR er í fimmta sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins.

„Ég var í fjögur ár hérna sem leikmaður og við vorum einu sinni nálægt því. Að sjálfsögðu látum við okkur dreyma en við erum alveg á jörðinni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner