Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 04. ágúst 2020 15:49
Elvar Geir Magnússon
Dybala valinn leikmaður ársins í ítalska boltanum
Paulo Dybala í Juventus hefur verið valinn leikmaður ársins af ítölsku A-deildinni.

Þessi 26 ára argentínski landsliðsmaður skoraði ellefu mörk og átti ellefu stoðsendingar í 33 leikjum í ítölsku A-deildinni á liðnu tímabili.

Juventus vann ítalska meistaratitilinn enn eina ferðina.

Sænski miðjumaðurinn Dejan Kulusevski hjá Parma var valinn besti ungi leikmaðurinn en hann er tvítugur.

Wojciech Szczesny hjá Juventus var valinn besti markvörðurinn og Stefan de Vrij hjá Inter besti varnarmaðurinn.

Alejandro Gomez hjá Atalanta var valinn besti miðjumaðurinn og Ciro Immobile, framherji Lazio, var valinn besti framherjinn.
Athugasemdir
banner