Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 04. ágúst 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spáin fyrir enska - 13. sæti
Brighton
Mynd: Getty Images
Graham Potter
Graham Potter
Mynd: Getty Images
White var seldur til Arsenal á 50 milljónir punda.
White var seldur til Arsenal á 50 milljónir punda.
Mynd: Getty Images
Neal Maupay endaði með átta mörk í deildinni í fyrra.
Neal Maupay endaði með átta mörk í deildinni í fyrra.
Mynd: Getty Images
Bissouma hefur verið orðaður við stærri félög.
Bissouma hefur verið orðaður við stærri félög.
Mynd: EPA
Amex leikvangurinn, heimavöllur Brighton.
Amex leikvangurinn, heimavöllur Brighton.
Mynd: Getty Images
Það styttist óðum í að enska úrvalsdeildin byrji á nýjan leik. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 13. sæti er Brighton.

Um liðið: Brighton hefur heillað hlutlausa stuðningsmenn með skemmtilegum leikstíl og sést að það er plan á bakvið hvernig fótbolta liðið spilar. Liðið getur bæði spilað 4-3-3 eða 3-4-3. Það verður fróðlegt að sjá hvernig nýi Sambíumaðurinn kemur inn og hvernig þeir leysa brotthvarf Ben White. Brighton byrjaði síðasta tímabil ekki vel en náði í 27 stig í síðustu 20 leikjunum og endaði þrettán stigum fyrir ofan fallsæti.

Stjórinn: Graham Potter, með nýja skeggið sitt, er að fara inn í sitt þriðja tímabil með liðið. Hann vill spila boltanum frá aftasta manni. Brighton fékk 41 stig í fyrra og unnust þau varnarlega og héldu einungis fimm lið oftar hreinu en Brighton. „Besti enski stjóri í heimi" er það sem Pep Guardiola kallaði Potter. Hann var orðaður við Spurs og Everton í sumar en er samningsbundinn fram á sumarið 2025. Hvað nær hann að galdra á þessari leiktíð?

Staða á síðasta tímabili: 16. sæti

Styrkleikar: Varnarleikurinn og föst leikatriði. Liðið fékk á sig 46 mörk á síðasta tímabili, 22 mörkum minna en Southampton sem endaði í sætinu fyrir ofan og tveimur mörkum meira en Manchester United sem endaði í 2. sæti. Með Lewis Dunk í teignum er liðið þitt alltaf líklegt til að valda usla í teig andstæðinganna.

Veikleikar: Vantar afgerandi markaskorara, vinstri kantmann og bakvarðabras. Neal Maupay skoraði átta mörk í deildinni á síðustu leiktíð og var markahæstur. Liðið skoraði 40 mörk í 38 leikjum, mistókst að skora í tólf deildarleikjum. Danny Welbeck var næstmarkahæstur með sex mörk. Brighton hefur verið orðað við Odsonne Edouard hjá Celtic í sumar. Leandro Trossard er flottur á hægri kantinum en bras er á vinstri kantstöðunni. Tariq Lamptey er þá meiddur og missir af byrjun tímabilsins, Bernardo var látinn fara og líklegt að Dan Burn verði í vinstri bakverðinum.

Talan: 1
Brighton var með fleiri leikmenn í spænska landsliðinu en Real Madrid á EM í sumar. Markvörðurinn Sanchez var í hópnum en var alla leiki á bekknum.

Lykilmaður: Yves Bissouma
Frábær miðjumaður sem á eftir að taka næsta skrefið á sínum ferli. Bissouma lætur Brighton tikka. Arsenal, Liverpool og Manchester City hafa sýnt þessum 24 ára miðjumanni áhuga. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær hann verður seldur.

Fylgist með: Enock Mwepu
Miðjumaður frá Sambíu sem Brighton fær frá Salzburg. Hann er 23 ára miðjumaður sem tekið hefur miklum framförum frá komu sinni til Salzburg árið 2017. Hann átti gott mót með U20 liði Sambíu. Hann er svokallaður 'box-to-box' miðjumaður og les leikinn vel. Hann var það stressaður fyrir fyrstu æfingunni að hann gleymdi takkskónum sínum.

Komnir:
Gary Dicker frá Kilmarnock - Frítt
Jeremy Sarmiento frá Benfica - Óuppgefið
Enock Mwepu frá Red Bull Salzburg - 18 milljónir punda
Kjell Scherpen frá Ajax - Óuppgefið

Farnir:
Ben White til Arsenal - 50 milljónir punda
Alireza Jahanbakhsh til Feyenoord - 3,9 milljónir punda
Mathew Ryan til Real Sociedad - 1 milljón punda
Bernardo til Red Bull Salzburg - Óuppgefið
José Izquierdo - Án félags
Davy Pröpper til PSV - Óuppgefið

Fyrstu leikir:
14. ágúst, Burnley - Brighton
22. ágúst, Brighton - Watford
28. ágúst, Brighton - Everton

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Victor Pálsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13. Brighton, 73 stig
14. Southampton, 68 stig
15. Crystal Palace, 54 stig
16. Newcastle, 52 stig
17. Burnley, 40 stig
18. Brentford, 35 stig
19. Norwich, 28 stig
20. Watford, 21 stig
Athugasemdir
banner
banner