Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   mið 04. ágúst 2021 22:07
Anton Freyr Jónsson
Jói Kalli: Komnir í þannig stöðu að við verðum að vinna þann leik
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líður ílla. Þetta er virkilega svekkjandi og sérstaklega hvernig fyrri hálfleikurinn fór hjá okkur."

„Við ætluðum að mæta mikið grimmari inn í þennan leik og vissum að Stjarnan myndi vera svolítið direct og setja mikið af löngum boltum upp á Emil (Atlason) sem varð raunin. Þeir gjörsamlega jörðuðu okkur sem mér fannst vera barátta inn á miðjunni um seinni boltana og annað og þar töpuðum við leiknum."

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 ÍA

Skagamenn fengu mark á sig eftir aðeins fimm mínutna leik og var Jóhannes Karl spurður hvort það hafi verið stress í leikmannahópnum eða hvað orsakaði þessa byrjun hjá liðinu.

„Mér fannst þetta var pínu heppni en aðdragandinn af markinu er kannski einbeitingarleysi í okkur og ekki nógu ákefð og ekki nógu mikil grimmd í að verja vítateiginn okkur betur og það hefur verið vandamál hjá okkur"

Ísak Snær Þorvaldsson var í leikbanni í kvöld og það sýndi sig á vellinum í kvöld að liðið saknaði hans.

„Ísak er hörku öflugur leikmaður og góður í fótbolta og við söknuðum hans klárlega í dag."

ÍA er á botni deildarinnar en liðið er með níu stig á botni deildarinnar og þarf liðið á kraftaverki að halda til að halda sæti sínu í deildinni.

„Já auðvitað mikil vonbrigði hérna í dag en við þurfum að jafna okkur á því sem fyrst því það er mjög mikilvægur leikur á Sunnudaginn heima á móti HK og við erum bara komnir þannig stöðu að við verðum að vinna þann leik og við þurfum bara að sjá hvaða menn ætli að stíga upp og hverjir ætla að vera tilbúnir að mæta út á völlinn á móti HK."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner