Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 04. ágúst 2021 22:07
Anton Freyr Jónsson
Jói Kalli: Komnir í þannig stöðu að við verðum að vinna þann leik
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líður ílla. Þetta er virkilega svekkjandi og sérstaklega hvernig fyrri hálfleikurinn fór hjá okkur."

„Við ætluðum að mæta mikið grimmari inn í þennan leik og vissum að Stjarnan myndi vera svolítið direct og setja mikið af löngum boltum upp á Emil (Atlason) sem varð raunin. Þeir gjörsamlega jörðuðu okkur sem mér fannst vera barátta inn á miðjunni um seinni boltana og annað og þar töpuðum við leiknum."

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 ÍA

Skagamenn fengu mark á sig eftir aðeins fimm mínutna leik og var Jóhannes Karl spurður hvort það hafi verið stress í leikmannahópnum eða hvað orsakaði þessa byrjun hjá liðinu.

„Mér fannst þetta var pínu heppni en aðdragandinn af markinu er kannski einbeitingarleysi í okkur og ekki nógu ákefð og ekki nógu mikil grimmd í að verja vítateiginn okkur betur og það hefur verið vandamál hjá okkur"

Ísak Snær Þorvaldsson var í leikbanni í kvöld og það sýndi sig á vellinum í kvöld að liðið saknaði hans.

„Ísak er hörku öflugur leikmaður og góður í fótbolta og við söknuðum hans klárlega í dag."

ÍA er á botni deildarinnar en liðið er með níu stig á botni deildarinnar og þarf liðið á kraftaverki að halda til að halda sæti sínu í deildinni.

„Já auðvitað mikil vonbrigði hérna í dag en við þurfum að jafna okkur á því sem fyrst því það er mjög mikilvægur leikur á Sunnudaginn heima á móti HK og við erum bara komnir þannig stöðu að við verðum að vinna þann leik og við þurfum bara að sjá hvaða menn ætli að stíga upp og hverjir ætla að vera tilbúnir að mæta út á völlinn á móti HK."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner