Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mið 04. ágúst 2021 22:07
Anton Freyr Jónsson
Jói Kalli: Komnir í þannig stöðu að við verðum að vinna þann leik
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líður ílla. Þetta er virkilega svekkjandi og sérstaklega hvernig fyrri hálfleikurinn fór hjá okkur."

„Við ætluðum að mæta mikið grimmari inn í þennan leik og vissum að Stjarnan myndi vera svolítið direct og setja mikið af löngum boltum upp á Emil (Atlason) sem varð raunin. Þeir gjörsamlega jörðuðu okkur sem mér fannst vera barátta inn á miðjunni um seinni boltana og annað og þar töpuðum við leiknum."

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 ÍA

Skagamenn fengu mark á sig eftir aðeins fimm mínutna leik og var Jóhannes Karl spurður hvort það hafi verið stress í leikmannahópnum eða hvað orsakaði þessa byrjun hjá liðinu.

„Mér fannst þetta var pínu heppni en aðdragandinn af markinu er kannski einbeitingarleysi í okkur og ekki nógu ákefð og ekki nógu mikil grimmd í að verja vítateiginn okkur betur og það hefur verið vandamál hjá okkur"

Ísak Snær Þorvaldsson var í leikbanni í kvöld og það sýndi sig á vellinum í kvöld að liðið saknaði hans.

„Ísak er hörku öflugur leikmaður og góður í fótbolta og við söknuðum hans klárlega í dag."

ÍA er á botni deildarinnar en liðið er með níu stig á botni deildarinnar og þarf liðið á kraftaverki að halda til að halda sæti sínu í deildinni.

„Já auðvitað mikil vonbrigði hérna í dag en við þurfum að jafna okkur á því sem fyrst því það er mjög mikilvægur leikur á Sunnudaginn heima á móti HK og við erum bara komnir þannig stöðu að við verðum að vinna þann leik og við þurfum bara að sjá hvaða menn ætli að stíga upp og hverjir ætla að vera tilbúnir að mæta út á völlinn á móti HK."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner